24.3.2007 | 14:34
Bakverkur áááái
Hef ekki fengið í bakið í mörg ár. Ekki síðan ég fór að lifa því lífi sem ég lifi í dag. Komst að þeirri niðurstöðu að verkurinn var andlega tengdur. Spurning hvort svo sé nú? Mér finnst ég reyndar vera í mjög góðu formi andlega. (Fyrir utan smá afturhvarf til fortíðar í ca hálftíma á fimmtudagskvöldið þegar Einar var ekki eins og ÉG vildi hafa hann...hann spurði mig blíðlega hvort ég vildi að hann keypti múl og beisli svo ég gæti haft hann í taumi...!!! ég vildi það ekki!!!)
Hallast á að verkurinn sé mest eftirköst eftir að hafa sofið í 90 cm rúmi með Jóhannesi í heilan mánuð...fyrir utan 3 nætur...eina þeirra svaf ég með bæði Jóhannes og Jón Ingva í rúminu...og hinar tvær næturnar var Jón Ingvi með mér í rúminu...!! Finnst ég hafa verið búin að blogga um þetta...en skítt "pyt".
Stefni ennþá á sund á morgnana...en hef hreinlega ekki treyst mér að fara að synda meðan það er svona mikið rok...kannski það sé bara léleg afsökun? Hver veit. Það á að fara að lægja eftir helgi...strax á morgun held ég reyndar, svo nú fer þessi afsökun að verða ógild.
Svo held ég að það sé líka sárt fyrir bakið að sitja svona mikið eins og ég geri. En veit ekki hvernig ég kemst hjá því meðan ég er að lesa og skrifa næstu 10 vikurnar eða svo...þannig að þið sjáið að sund hlýtur að vera málið!!!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glatað. Bara eins og þetta var á Norðfirði í gamla daga...
SigrúnSveitó, 24.3.2007 kl. 16:17
Hæ frænka :) Við Inga & Kolur stefnum á að taka rúnt á Skagann á morgun .. verður örugglega e-ð upp úr hádeginu. Nema það geri ófært þá verð ég í bandi. Bjalla annars í þig og fæ leiðbeiningar þegar við nálgumst :)
ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 16:34
Nú ætla ég að prófa einhvern inni-kuldapoll (sundlaug) á mánudaginn með Valdimari. Hvet þig til að skella sér í sundið. Það er nú bara hluti af kikkinu að fá rokið og jafnvel slydduna beljandi á sig Og mikið er þetta gullfalleg mynd af þér. Ég skellti upp úr og Helgi Gnýr vildi sjá hvað væri svona fyndið. Ég sagði honum að þetta væri bara kona að gretta sig og hann sagði "þetta er ekki kona"
Jóhanna (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 17:11
Raggý, frábært, hlakka til að sjá ykkur öll
Jóhanna, verði þér að góðu...ojojoj danskar sundlaugar...að mínu mati, dóttir mín hefur aldrei látið það á sig fá þótt það hafi verið KALT vatn í þessum pollum...enda held ég að hún hafi verið hafmeyja í fyrra lífi!!
Já, takk, ég er alveg gullfalleg...ekki kona!!
SigrúnSveitó, 24.3.2007 kl. 17:46
Hæ hon.
Ótengt sundi : Langaði að senda þér uppskrift þar sem þú ert svo dugleg að deila þínum.
Kjúklingaréttu Tótu:
Sósa: 1 dós kókosmjólk, satay-sósa, karrímauk (sletta).
Kjúklingur: steiktur eða soðinn áður.
Grænmeti: paprika, ananas, sveppir, laukur.
Grænmeti steikt á pönnu. Sósugutlinu blandað saman á pönnu (pott), steikta grænmetinu og foreldaða kjúklingnum bætt út í og hitað.
Nauðsynlegt að hafa hrísgrjón með, jafnvel brauð og hrásalat.
Lilja Guðný (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 19:23
Og í eftirmat mælum við með þessu:
Uppskrift fyrir fjóra til sex:
4 bananar
100 g hveiti
25 g smjör - bráðið
125 ml. kókosmjólk
150 ml. ólífuolía
salt
Hrærið saman hveitinu, smjörinu, kókosmjólkinni og smá salti þar til komið er mjúkt deig. Bætið við smá vatni ef þarf. Skerið banana í helminga og skerið svo hvern helming langsum. Þekið hvern bananabita vel með deiginu og steikið í olíunni á pönnu, þrjá til fjóra bita í einu (eða eins marga og pannan rúmar ;-), í tvær til þrjár mínútur eða þar til bitarnir verða gylltir að lit. Hægt er að strá flórsykri yfir til skreytingar (sælkeranum mér finnst það möst). Borðið svo með vanilluís - heitt eða kalt (ég mæli með því að hafa þetta heitt).
Ég held að þetta sé indverskur eftirréttur - a.m.k. ekki íslenskur
Lilja Guðný (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 19:28
Tak sys. Verð að prófa þetta. Hljómar vel. Set þetta í uppskriftalinkinn.
Knús, S.
SigrúnSveitó, 24.3.2007 kl. 19:51
Hvað á það að þýða að sofa í svona litlu rúmi, það er bara mjög óhollt fyrir alla. Fín uppskrift mig langar að einhver bjóði mér í mat.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 22:18
Góð spurning!! Við vorum í "útlegð" í Danmörku í mánuð, gistum hjá vinafólki...hefði kannski getað fengið dýnu fyrir drengina...en hugsaði víst ekki út í það...sem verður víst að teljast heimska...
SigrúnSveitó, 24.3.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.