21.3.2007 | 08:53
Ég og morgnar...
...við eigum ekki samleið. Ég á svo erfitt með að vakna á morgnana að það hálfa væri nóg. Það er sama hvort ég fer seint eða snemma að sofa. Ég held að ef ég væri ein og barnlaus að ég myndi bara vinna kvöldvaktir...
Fór með Jóhannes í leikskólann. Einni starfskonunni er mikið í mun að taka hann um leið og við komum inn um dyrnar. Mér mislíkar það, ég vil að hann fái þann tíma sem hann þarf. Ég fer gjarnan 10 mín fyrr út á morgnana til að geta gefið honum þennan tíma.
Besti vinur Jóhannesar í leikskólanum kom skoppandi fram þegar við komum og þeir féllust í faðma, vinirnir. Frekar sætt. Svo Jóhannes er alls ekki ósáttur og hann brosir alltaf þegar ég fer, ég fer aldrei frá honum grátandi þarna, svo ekki er hann ósáttur við að vera þarna. Skil þetta ekki. Ætti kannski bara að hætta að spá í þetta og bara leyfa þessu að vera. Nema starfsfólkið fari að pressa of mikið á...ég var búin að segja þeim að svona værum við vön að hafa þetta, að hann fái þann tíma sem hann þarf og punktur!!! Svo þá fengum við líka frið...þangað til í morgun...vona að þetta sé uppáfallandi...!!
Nóg um leikskólamálin.
Er að fara að lesa. Fæ vonandi bókina "Den Gode opgave" fljótlega.Pippi ætlaði að versla hana fyrir mig og senda mér. Þar er uppskrift að verkefnum, góð ráð og fleira. Við ákváðum í sameiningu, ég og Annemarie, að við ætlum að styðjast við þessa bók. Gott að vera með sömu rammana þegar við erum að skrifa sama verkefnið...í sitthvoru landinu!!!
En ekki meir í bili...ætla að skella mér í lestur...
kannski ég hiti mér samt Latte fyrst...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.