Leita í fréttum mbl.is

Leikskólamálin

Magnað. Á leikskólanum, Ramsager, í Danmörku, sem Jóhannes fékk að vera á þá daga sem ég var í skólanum s.l. 4 vikur, var Jóhannes ekki feiminn, hann faldi sig ekki bakvið mig á morgnana og ég þurfti oftar en ekki að leita að honum til að geta sagt bless við hann.  Þrátt fyrir að hann hafi verið í burtu í 7 mánuði.  Og svona var þetta líka meðan hann var þarna, einstakasinnum þurfti hann á því að halda að ég gæfi honum tíma og sæti aðeins með honum, en oftast var hann hlaupinn í leik strax.

Svona er þetta ekki hér.  Nei, hann felur sig á bakvið mig á hverjum morgni, og hefur gert frá upphafi.  Það gerði hann líka í morgun (hann gerði það ekki einu sinni 1. daginn í Ramsager þarna um daginn).  Það tekur yfirleitt frá 3-10 mínútur fyrir hann að vilja sleppa mér.  

Skildi honum líða betur í Ramsager en á leikskólanum hérna heima?  

Það er samt ekki eins og hann sé óánægður á leikskólanum.  Ég skil þetta ekki alveg.  

Hins vegar féll mér mun betur við Ramsager, og ég spurði einmitt leikskólastjórann þar að því núna hvort það væri möguleiki að við fengjum Ramsager með til Íslands...

Mér finnst miklu skemmtilegra frjálsræðið þar en skipulagningin hér...  Mín upplifun af leikskólanum hér er að það er allt ótrúlega ferkantað og í kössum...enginn sveigjanleiki...amk. lítill.  

Kannski smita ég af mér á Jóhannes?  Ég reyni að gera það ekki, en hver veit.  Ég tala vel um leikskólann þegar hann heyrir þó ég hafi stundum verið bullandi, sullandi reið...  Mér líkar vel við flest starfsfólkið á deildinni, svo ég er ekki óörugg að skilja barnið mitt eftir þarna.  En kannski finnur hann einhverja strauma frá mér...ég verð að klifja þetta mál... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hef heyrt svo góða hluti um leikskóla í Danmörku. Kanínur úti í garði og krakkanir máttu gefa þeim ... yndislegt frjálsræði og hamingja. Algjör synd að þetta skuli ekki vera jafngott hér á landi. Heimsótti reyndar alveg frábæran heilsuleikskóla rétt hjá Grundaskóla. Þar ræður Ingunn Ríkharðsdóttir ríkjum og mér sýndist allir blómstra .. brosandi börn og starfsfólk. Spurning um að skipta um leikskóla? 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Að vísu hef ég auðvitað ekki komið inn í hinn leikskólann ... vil ekki vera að dæma. Svo getur bara vel verið að það ríki meiri agi á leikskólunum hér og það sé kannski ekkert mikill munur milli leikskóla landsins. Svo á Jóhannes kannski alla vinina sína þarna í Danmörku, það getur auðvitað verið líka. Vona innilega að þetta lagist.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Jóhannes á sem betur fer frábæran vin á leikskólanum og hann er mjög ánægður þar, en hann á samt erfitt með að sleppa mér.  Svo er hann ægilega hamingjusamur og glaður eftir daginn.  Svo þetta er sennilega mest ég...

SigrúnSveitó, 20.3.2007 kl. 12:12

4 identicon

Ég er nú ekki alveg sammála þér varðandi leikskólamálin. Ég hef reyndar bara tæpt ár í reynslu hér en þú 9 ára reynslu þannig að ég á kannski eftir að læra að meta þetta. Ég sakna soldið strúktúrsins á Íslandi. Ég hafði á tilfinningunni að börnin væru að læra e-ð með því að hafa ákveðin þemu í gangi og læra í gegnum leikinn með útgangspunkti í þemunum. Mér finnst frjálsræðið hér ágætt upp að vissu marki en eiginlega fara út í soldið tilbreytingarleysi sem hentar ekki mínum gutta. Mér finnst ég oft eins og þegar ég skil við hann að hann sé bara að fara að gera eitthvað, kannski undir eftirliti og kannski ekki.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:20

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Auðvitað eru leikskólar líka mismundandi.  Við vorum líka á leikskóla í DK sem við vorum mjög óánægð með.  Ramsager er einstaklega góður (að okkar mati), þau voru alltaf að gera eitthvað, fara í ferðir og rannsaka heiminn. 
Hins vegar læra þau meira hérna, Jóhannes t.d. mjög duglegur að klæða sig, renna rennilás og allskonar sem Jón Ingvi lærði miklu seinna...  

Ég sakna samt Ramsager...!!! 

SigrúnSveitó, 20.3.2007 kl. 12:35

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta er hið undarlegasta mál.  En svo, eins og ég segi, þá blómstrar hann í leikskólanum þegar hann er búinn að sleppa mér.  Og hann vill fara þangað.  Skrítið.

SigrúnSveitó, 20.3.2007 kl. 20:21

7 identicon

Það hlíur samt að vera e-ð, mundi ekki segja eðlilegt að finna þennan mun á honum eftir leikskólum. En það er samt svo erfitt að finna út úr því þaví þau geta ekki sagt sjálf hvað sé að. En ég er sammála þér ég er ekki hlynnt þessu rosa prógrammi og strúktúr, börn verða að fá að vera börn eins lengi og hægt er. Mér finst íslensk börn oft þurfa að fullorðnast mjög fljótt.

en ég ætla að vona að þið finnið út úr þessu.

Jóna Björg (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 07:43

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það er erfitt að finna út úr þessu.  Stundum væri gott að geta lesið hugsanir...  Í morgun t.d. þá brosti hann og var glaður að koma á leikskólann en hann var ekki alveg til í að sleppa mér strax samt.  Svo allt í einu er hann tilbúinn.  En þetta er ekki ég, því hann er alveg eins þegar pabbi hans fer með hann...  Ég skil þetta ekki.

SigrúnSveitó, 21.3.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband