Leita í fréttum mbl.is

Roskilde og lítil prinsessa fædd

Elsku vinirnir okkar, Jóna og Sindri, eignuðst prinsessu í nótt.  Sá myndir af henni áðan, þvílíkur moli.  Elskurnar mínar, til hamingju með gullmolann ykkar Heart

Annars er það af okkur mæðginum að frétta að við erum stödd í Roskilde hjá Jónasi og Áslaugu.  Kvöddum Tinnu, Kim og börn með trega í morgun.  Ég og Tinna felldum nokkur tár...mikið finnst mér þetta erfitt Crying  Erfitt að kveðja svona yndislega vinkonu og ég á eftir að sakna hennar mikið.

Við sóttum Jón Ingva til Camillu, kvöddum þau feðgin að sinni, Jón Ingvi fer líklega með þeim á "Sankt Hans bál" í sumar.  Svo þau skötuhjú geta látið sér hlakka til að hittast aftur eftir rúma 3 mánuði!

Svo var það Hilleröd sem var næst á dagskrá.  Við fórum í kaffi til Betinu, sem var búin að hlakka mikið til að að sjá Jón Ingva.  Síðan var stefnan sett til Pippi og Kaare.  Pippi keyrði okkur svo til Roskilde.

Já, svo er það Ísland Á MORGUN!!!  Ji hvað ég hlakka mikið, mikið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Hæ hon, þú ert ekki ein um að hlakka mikið til.......

Það er sundpartý hjá ÓÓ þannig að hún hefur e-ð til að drepa tímann í kvöld.

Einar Ben, 17.3.2007 kl. 17:38

2 identicon

Góða ferð

María Katrín (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 19:59

3 identicon

Takk elskan og góða ferð heim, vá hvað þetta var fljótt að líða!

jóna björg (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband