14.3.2007 | 20:04
Loki...
...leikinn af Martin Bryggman í *Jul i Valhal*, jóladagatali DR jólin 2005. Loki er göldróttur, eins og við vitum öll.
Jón Ingvi elskar *Jul i Valhal* og hefur horft ansi oft á þessa þætti eftir að hann fékk þá í möndlugjöf síðustu jól. Það sem Loki = Martin Bryggman gerir m.a. er að "galdra", hann lætur Jónas (önnur söguhetjan) hafa spýtu sem hann (Loki) var búinn að skera rúnir í, og Jónas setur þessa spýtu í vasann hjá pabba sínum... Ástæðan fyrir þessu var að Jónas langar að það sé sjónvarp á heimilinu en pabbi hans hefur verið á móti því. Pabbi Jónasar fer og kaupir sjónvarp.
Mamma Sofie (hin söguhetjan) er búin að fá vinnu í Singapor og þær mæðgur er að fara að flytja. En Sofie vill ekki flytja - enn einu sinni. Hún fær Loka (Martin Bryggman) í lið með sér...og viti menn, mamma Sofie skiptir um skoðun (enda orðin ástfangin af pabba Jónasar).
Er ég að gera ykkur rugluð? Hér kemur *pointið*!!:
Hillerød í hádeginu:
Jón Ingvi: "Mamma, ég þarf að hitta Martin Bryggman."
Ég: "afhverju?"
Jón Ingvi: "Ég er með eina ósk sem ég þarf að fá hann til að hjálpa mér með. Hann þarf að gera rúnaprik handa mér."
Ég: "Hvaða ósk er það?"
Jón Ingvi: "Að við flytjum aftur til Danmerkur."
Ááááá...sárt? Já.
Við ræddum þetta svolítið og ég spurði hann hvers vegna hann vildi flytja aftur til Danmerkur. Svarið var einfalt; "Ég á miklu fleiri vini í Danmörku."
Söknuðurinn er ennþá mikill. Það eina sem ég get gert er að knúsa hann og segja honum að ég skilji hann. Ekki reyna að gera þetta gott með því að segja; "Þú átt eftir að eignast vini á Akranesi!". Því það skiptir ekki máli núna. Eins og er sársauki og söknuður og það verðum við að ganga í gegnum saman.
Ég veit - eða vona - að þetta líður hjá með tímanum. Þangað til ætla ég að veita honum allan þann styrk sem ég get og öll þau knús sem hann mun þurfa.
Molinn minn litli...sem er samt svo stór.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 178866
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæ alveg í hjartað að lesa þetta og tár í augun. Það hefur verið miklu erfiðara en við bjuggumst við að flytja með okkar litla gutta en honum líður þó betur nú en áður. Svo er ég innst inni farin að kvíða því að rífa hann aftur upp, hvenær sem hann verður. Ég get þá allavega lært af ykkur hvernig þið höndlið hlutina . Vona bara að Jóni Ingva fari að líða betur á Skaganum og vinirnir fari að láta sjá sig.
Jóhanna (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:07
Mér finnst þessir þættir líka alveg frábærir, við vorum límd við sjónvarpið í december í fyrra að fylgjast með. Martin Bryggman er líksa góður sem loki.
kveðja
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.3.2007 kl. 07:09
úff hvað þetta hefur verið erfitt.... er alveg að fara að skæla eftir að hafa lesið þetta... Þykist vita að þið hjálpið stráknum í gegnum þennan erfiða aðlögunartíma.. já og svo væri nú gaman að fá einhvern tímann að sjá þessa margumræddu þætti... kærar kveðjur frá Nesk. Salný
Salný (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 09:05
Já, þetta er ekkert grín.
En Martin Bryggman er frábær!!!
SigrúnSveitó, 15.3.2007 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.