Leita í fréttum mbl.is

Enn einn...

...frábær dagur.

Karin er yndisleg manneskja.  Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni.  Ótrúlegt hvað lífið færir mér mikið af yndislegu fólki.  

Við áttum yndislega notalegan dag heima hjá Karin, ásamt henni sjálfri og barnabarninu hennar, honum Victor.  Karin bakaði pönnukökur og ég fékk besta kaffi sem ég hef smakkað síðan ég fór að heiman.  (Kaffið heima hjá mér er það besta, að mínu mati.)  Jón Ingvi sat og horfði á "Jul i Valhal" á meðan við spjölluðum og dunduðum með Jóhannesi og Victor á gólfinu með Lego og Brio. 
Svo fórum við til Hillerød seinni partinn og röltum gegnum bæinn og niður á kaffihúsið hennar Lenu.  Eða litla sæta matsölustaðinn hennar (þeirra hjóna).  Komumst að því að Lena var orðin veik, svo við hittum hana ekki í þetta sinn Frown.  En fengum engu að síður mjög góðan mat, lambakjöt og með því og síðan súkkulaði*pie* í eftirrétt.  Og Latte. 

Þetta var bara frábær dagur og ég hlakka til að fá Karin og fjölskyldu í heimsókn til Íslands aftur.  Þau stefna á sumarið 2008.  En ég hitti Karin aftur á morgun og hinn þar sem hún er að kenna mér þessa dagana Smile

Æðsta ósk Jóns Ingva fyrir morgundaginn er að við förum í skóginn.  Vona að það verði veður til þess.  Það verður gaman.  Ég elska skóginn. 
Svo seinni partinn fer hann til Camillu aftur og gistir þar.  Gott að eiga góða vini og í Camillu á Jón Ingvi sinn besta vin.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Satt er það

SigrúnSveitó, 13.3.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband