27.7.2014 | 20:23
Dagur 3 í Helsingborg
Dagur 3 í Helsingborg
Við verðum víst að viðurkenna að við sofum ekki sérstaklega vel þessar næturnar. Herbergið er bara ætlað fyrir tvo og við vorum víst ofur bjartsýn að ætla okkur að koma tvöfaldri vindsæng fyrir líka (hefði gengið ef baðherbergið væri ekki svona veglegt að flatarmáli). Þannig að sófinn er ekki útdreginn og á honum sefur einn, tveir sofa á vindsæng og einn sefur á pullunum úr sófanum á milli sófans og vindsængurinnar og með aðra rasskinnina upp á vindsænginni.
Það fer sennilega best um mig og Jóhannes samt. Einar og Jón Ingvi eru viðkvæm blóm eða fiðrildi eins og Bára kallar það... En við huggum okkur við það að nú eru 2 nætur búnar og því aðeins 5 eftir!!
Við ákáðum að taka daginn rólega og reyna að hafa hann sem ódýrastan. Það er dýrt að vera á hrakhólum, því það er heldur ekki hægt að húka í 17 fermetrum allan daginn og allt kvöldið :D Við getum ekki eldað hér, höfum hreinlega ekki pláss... Og þar sem við erum í raun ekki í fríi í útlöndum (þó fyrsta vikan feels like it) heldur að nota alla okkar peninga í flutninga þá er þetta púsl.
Við fóum því af stað í dag, með tvo bakpoka og tvö sængurver. Fórum í Nettó, versluðum okkur nesti og slatta af vökva (verst að hafa ekki hitabrúsa til að taka með kaffi!). Röltum svo í garð sem er nálægt væntanlegu heimili okkar, eða Olympia Park, þar sem við breyddum úr sængurverunum og fengur okkur hádegisverð. Ótrúlega kósí bara. Við fundum okkur stað í skugga því að sólin var SJÓÐANDI heit! Þarna lágum við drjúga stund áður en við ákváðum að færa okkur í Slottshagen sem er í raun á milli okkar (frá og með næsta föstudegi) og miðbæjarins.
Þess má geta, fyrir þá sem langar að vita það, að það tekur okkur um það bil 10-15 mínútur að rölta í bæinn.
Í Slottshagen lágum við og létum fara vel um okkur, sumir dottuðu, aðrir notuðu símana sína óspart, enn aðrir spiluðu frisby (það mætti halda að við værum feiri en fjögur!).
Ljómandi góður dagur.
Svo rann langþráð stund upp hjá Einari og Jóhannesi þeir fóru að sjá aðalliðið í Helsingborg, HIF, spila leik. Með þeim spilar m.a. eitt stykki skagamaður og það þykir þeim feðgum ekki leiðinlegt.
Ég og Jón Ingvi röltum um bæinn á meðan, fórum meðal annars út að skólanum sem þeir bræður koma til með að fara í innan örfárra vikna Tågaborgskolan.
Svo fórum við aftur í Slottshagen - þar er bara svo ótrúlega fínt og fallegt.
Enduðum þennan ljómandi góða dag á pizzu ódýrri og ljómandi góðri (LKL verður að bíða...næ engan veginn að halda mig við það við þessar aðstæður).
Nú situm við hér, í öllum okkar 17 fermetrum, ég að blogga, Jóhannes að spila leik á símann sinn, Einar eitthvað að tölvast og Jón Ingvi horfir á mynd í ipad´inum sínum thank God fyrir tölvur og svoleiðis dót.
Svo ætla ég nú að lauma þessari með, fór sko aðeins og fiktaði ídyrasímanum, mikil spenna - var ég búin að nefna spennuna??
Meira síðar.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þessu. Fylgist spennt með þér/ykkur :)
Guðrún Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 21:43
Þröngt meiga sáttir sitja gott að veðrið er gott ekki grenjandi rigning eins og hér, austanátt og 12 stiga hiti kveðjur og knús af skaga.
Anna Eiríks. (IP-tala skráð) 28.7.2014 kl. 09:58
Hæ elskan. þetta er skemmtileg dagbók hjá þér sem þú ættir að halda uppá.
Knús frá mömmu.
Magnea Móberg Jónsd. (IP-tala skráð) 28.7.2014 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.