Leita í fréttum mbl.is

Nýr dagur

Er þreytt í dag, sem er því að kenna ég er þjáist stundum af stjórnleysi...fór of seint að sofa í gær...!!  Svo ég get sjálfri mér um kennt, og tek fullkomlega ábyrgð á þessu...þurfti bara "aðeins" að deila því með ykkur Wink

Frábærar fréttir fengum við í hádeginu, ég og Annemarie (sem ég ætla að skrifa lokaverkefnið með).  Það var búið að hengja upp lista yfir hver fær hvaða leiðbeinanda.  Okkar leiðbeinandi er nýr kennari í skólanum, svo við fórum á stúfana að leita að konunni.  Fengum sem betur fer hjálp frá öðrum starfsmanni skólans þar sem við höfðum ekki glóru um hvernig konan leit út...!!

Jæja, við fundum hana og ég sagði henni hvernig málin liggja/standa...að ég sé að fara til Íslands og hvort við gætum hitt hana áður.  Hún spurði; "Ætlar þú að vera á Íslandi?" og ég hélt að það ætti að fara að vera vandamál...  En nei, það var ekki vandamálið því hún skrifaði sjá mastersverkefnið sitt með einni í Álaborg og einni í Færeyjum svo hún er vön að "skypa".  Sem hún hvatti okkur til að gera og svo vill hún vera með þar líka!!  Benti okkur á að það væri t.d. sniðugt að við fengjum hver sinn lit til að skrifa athugasemdir, svo við vissum alltaf hver skrifaði hvað!!  Snilld.  

Eins og ég sagði við Annemarie, þetta er svo sem ekkert skrítið og sérstaklega þar sem ég - og heldur ekki Annemarie - trúum á tilviljanir.  Svona leysast málin alltaf á besta veg.  Stórkostlegt alveg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband