Leita í fréttum mbl.is

Bara örstutt frá Græsted

Fékk sms frá Maju í dag.  Hún bauð í kaffi ef ég hefði tíma.  Það hafði ég, Maja býr nefninlega í næsta bæ við Græsted; Helsinge...örstutt að keyra...  Og Lára hafði afboðað mig þar sem það var inflúensa í hennar húsi og okkur þótti óþarfi að Jóhannes yrði "udsat" fyrir vírusa þar sem hann er nýskriðinn úr lungnabólgu...

En ég sem sagt fór í kaffi til Maju.  Ég fann allt í einu að ég ÞURFTI AÐ TALA ÍSLENSKU!!!  Ég er ekki vön, og hef aldrei vanist, að tala *bara* dönsku í marga daga!!!  Öll samskipti á dönsku...fyrir utan reyndar samskipti okkar Jóhannesar en þau fara fram á dönsku/íslensku þessa dagana.  Svo ég brunaði til Maju í kaffi, tók Jóhannes og Idu með.  Mjög næs.

Svo komum við heim og borðuðum meiri marens frá í gær, nú var marensinn orðinn mjúkur og góður...miklu betri en í gær...en samt ennþá of sætur...úff, þvílíka bomban.  Mér þykja "sykurlausu kökurnar" betri (sjá uppskriftir hér til hliðar; kókossmákökur, Jólakaka Sollu, Mörtu-terta, döðlu-terta...).  

Svo er bara búið að vera ljómandi huggó í kvella.  Ekta stelpuröfl hjá mér og Tinnu.  Gaman að því.  Kim reyndar flúði fyrir rest...LoL

Jamm, og nú eru bara 5 dagar og 6 nætur þar til Jón Ingvi kemur!!!  Júbbí!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að sjá þig á föstudag, finst hálf langt þangað til samt, þú ert búin að vera hér svo lengi. Fyrsti í fæðingarorlofi í dag og mér finst ég vera að skrópa í vinnuna= MEÐVIRKNI! 

jóna björg (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: SigrúnSveitó

hahaha, já þessi blessaða meðvirkni!!!  En við sjáumst annað kvöld, darling

SigrúnSveitó, 5.3.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband