Leita í fréttum mbl.is

Doktor, doktor...

Jamm, við fórum í síðdegiskaffi og mat hjá vinum okkar Hjálmari og Janne i Græsted.  Dejligt.  Jóhannes var þreyttur og sofnaði í fanginu á mér kl. 19.30, alveg búinn á því eftir daginn.

Þannig að við ákváðum að þyggja boð um að gista hjá þeim...eða ég ákvað það.  Hann var jú sofandi Sleeping

kl 23 vaknaði snúðurinn litli, brennheitur og þyrstur.

Ég mældi hann og þá var hitinn orðinn 40,7 og það fannst okkur einum og mikið af hinu góða.

Ég hringdi í vaktlækninn og þegar ég loks komst í samband, fékk ég að vita að næturbíllinn kæmi út til okkar "i løbet af et par timer...".  Sem getur verið ansi teygjanlegt...

Janne fór og hitaði meira kaffi og skar niður ávexti og við sátum og höfðum það huggó meðan við biðum eftir lækninum.

Kl. rúml. hálf 2 kom doktorinn, hlustaði hann, kíkti í eyru og háls.  Hún heyrði ekkert á lungunum, en fannst líklegast að lungnabólgan væri að koma aftur...svo hann fékk pensilín aftur.

Í morgun var gaurinn hress, þreyttur á að vera veikur!!  

Við erum í Hillerød hjá Kåre og Pippi núna.  Skúffukakan (a la Sigrún) komin úr ofninum og bara sunnudagshygge.  

Okkur líður vel og erum glöð yfir að hitinn er "fallinn" og aftur orðið fært um götur og þjóðvegi Danmerkur!! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku karlinn, þetta er nú meira ástandið. Og ekki hjálpar að koma hingað í bakteriuflóruna.

Það var einmitt læknir hér sem er með marga af íbúum Kagså sem sagði að íslendingar væru svo vel verndaðir því þegar þeir koma hingað þá eru þeir alltaf veikir. Þekki það af eigin raun, ég varð aldei lasin fyrr en ég flutti hingað.  

jóna björg (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband