Leita í fréttum mbl.is

Miðvikudagur!!!

Já, það er strax kominn miðvikudagur.  Tíminn flýgur af stað.

Hér er enn gott að vera.  Reyndar snjókoma og svoleiðis *leiðindi* setja ALLT úr skorðum í baunalandinu litla.  Svo það er nú gott að ég er hiema í dag!!  Hefði ekki boðið í að fara út í umferðina með dönum í dag...  Bíllinn sem ég er á er reyndar ekki á vetrardekkjum svo það er gott ég er heima.  

Annars gengur vel.  Jóhannes er alsæll, fór í leikskólann í gær og ætlar AFTUR.  En hann saknar pabba síns MIKIÐ.  Grét fögrum tárum í gærkvöldi Crying Litli molinn.  En ég held samt að það sé betra að hann sé með mér og sakni pabba síns en að hann sé heima og sakni mín...svona miðað við viðbrögðin sem hann sýndi þegar ég var í burtu í 3 daga þarna í janúar...

Ég talaði við Einar og krakkana sem "heima sitja" í gær.  Ólöf Ósk var á leiðinni út að hitta vinkonur og mátti ekki vera að því að tala við mig...Jón Ingvi nennti ekki að tala í símann, hann var að klára að taka sig til fyrir ferðalagið.  Þeir feðgar voru á leið út úr dyrunum til að keyra til Reykjavíkur.  Svo er Jón Ingvi að fara á Norðfjörð með Aðalsteini bróðir í dag.  Ekki leiðinlegt hjá þeim.

Jæja, ég ætla að hita mér kaffi og fá mér að borða.  Jóhannes og Ida eru frammi að borða, Ida ætlar að vera heima með okkur í dag og halda okkur selskap Smile svo ætlum við að rölta út í búð...mig vantar ilmefnalaust þvottaefni til að þvo larfana okkar...og nefsprey...ég er AFTUR orðin kvefuð...hef ekki fengið kvef eða pest í fleiri ár...svo fæ ég þetta 2 vikur í röð!!!  USSSSS!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, já ég vona það.

SigrúnSveitó, 21.2.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband