Leita í fréttum mbl.is

Mætt enn og aftur!!

Ég ákvað að deila með ykkur íhugunum okkar varðandi húsbygginar.  Einar komst á snoðir um  þetta fyrirtæki; Varmamót ehf fyrir skömmu.  Einn vinnufélagi hans er að byggja hús úr kubbum frá þeim.  Það er hægt að skoða hús í byggingu hérna.  Mjög spennandi.  Fyrir þá sem ekki nenna að skoða þessa heimasíðu Varmamóta eru hérna nokkrar myndir:
kubburveggirkubbar

Þetta virðist vera svolítið svona eins og að *byggja úr legó*, og er víst mjög einfalt þegar maður veit hvernig á að gera.  Og Einar verður ekki í vandræðum með að finna út úr því.  Pétur (vinnufélaginn) ætlar líka að vera honum innan handar, enda maður með reynslu.  

Jóhannes er mjög spenntur, ætlar sannarlega að hjálpa pabba sínum að byggja hús handa okkur.  Ræddi einmitt við pabba sinn í gær um þessi mál og sagði; "Pabbi, þú verður að kaupa spýtur!"!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband