Leita í fréttum mbl.is

Betri nótt í nótt

Við sváfum eiginlega í alla nótt, ég og Jóhannes.  Hann vaknaði reyndar um 4, mjög þyrstur.  Svo gekk honum illa að sofna og var eitthvað ekki alveg eins og hann á að sér, leið eitthvað illa.  Svo skottið litla sagði allt í einu; "mamma, ég vil meðal í rassinn"!!  Svo ég gaf honum stíl og stuttu síðar sofnaði hann...og svaf til 9.30 Sleeping

Jón Ingvi virðist hins vegar vera að fá hósta núna...hóstaði í nótt og var enn hóstandi í morgun.  Hann svaf inni hjá Ólöfu Ósk og hún sagði að hann hafi hóstað í ALLA nótt.

Jæja, nú er ég að þvo síðustu vélina af mínu og Jóhannesar fyrir Danmerkurferð...!!  Ekki byrjuð að pakka en búin að taka til hluta af því sem við þurfum að hafa með.  Ætli ég finni ekki ferðatöskuna á eftir. 
Já, ég hlakka til LoL

---

Þið hafið sjálfsagt tekið eftir því, en ég er komin með nýja fíkn...bloggfíkn.  Ég er háð blogginu, þarf helst að blogga oft á dag (og það helst á báðum bloggsíðunum mínum - er sko með eina danska...) og svo fer ég oft á dag inn að gá hvort það hefi ekki einhver kommentað...!!  

Ég veit svo sem ekki hvort þetta er verri fíkn en hver önnur, en hún er sjálfsagt heldur ekki betri...

---

Í gærkvöldi kíkti ég á Kastljós sem var í sjónvarpinu í fyrrakvöld...einhver drengur að keyra í hermi...fyrst edrú og svo aðeins rakur...og að lokum...shit, já alveg á rasssssgatinu!!  Sorglegt hversu dómgreindin fer út í veður og vind þegar Bakkus tekur völdin...drengurinn sagði að hann myndi sko keyra heim í þessu ástandi, hann hefði fulla stjórn...

Og hann er ekki sá eini...amk ekki miðað við niðurstöður lögreglu...þá keyra ansi margir undir áhrifum...

Hver man eftir Valgeiri; "...Ég held ég gangi heim, held ég GANGI heim...". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil alveg þessa blogg-fíkn þína.  Ég finn alveg fyrir þessu .. sérstakleag með að vera kíkja alltaf á kommentin   maður er nú doldið klikk skohh!

Góða ferð út frænka ... verður rosa gaman hjá ykkur mæðginum.    Viltu svo vera í bandi eftir heimkomu og láta mig vita af lausum tími svo við getum kíkt til ykkar  í hitting.  Ætla að hafa Akranes sem myndaþema þann daginn

ragnhildur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:27

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ frænka.

Já, ég skal vera í sambandi.  Var einmitt að hugsa það í vikunni að nú gangi þetta ekki lengur og hittingur verði að verða að veruleika þegar ég kem heim aftur.  Ferlegt að eiga fullt af frábæru frændfólki rétt handan við Flóann og sjást samt aldrei!!  Fyrr má nú vera buzy!!! 

SigrúnSveitó, 15.2.2007 kl. 10:41

3 identicon

Ég deili ekki alveg þessari bloggfíkn með þér en þín bloggfíkn kemur sér mjög vel fyrir aðdáendur þína. Svo óska ég ykkur góðrar ferðar hingað til DK! (er búin að komast að því að ég þarf að vera í leiðinlegu tölvunni til að geta kommentað á moggabloggunum). Hilsen

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

Skrítið með þetta komment-vesen.  Stundum segir talvan við mig að ég hafi ekki rétt á að kommenta...en þá ýti ég aftur á "senda" og hún skráist eins og ekkert sé!!

En gott að þú ert búin að finna lausn á þessu svo þú getir kommentað  ég er ánægð með það

SigrúnSveitó, 15.2.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband