Leita í fréttum mbl.is

Erfið nótt

Nóttin var erfið.  Jóhannes svaf ekki vel, var alltaf að vakna.  Spurði annað slagið; "Hvenær kemur dagur", m.a. um 2 leitið...  

Það erfiðasta var svo sem ekki þegar hann var vakandi og talaði.  Mér finnst erfiðara þegar hann sefur, kippist til, talar upp úr svefni...eins og með óráði...

...þá verð ég hrædd.  Ég get ekki látið hann sofa í sínu rúmi þegar hann er lasinn.  Ekki eftir að hann fékk hitakrampann þegar hann var 13 mánaða - næstum upp á mínútu 13 mánaða.  Hann byrjaði allt í einu að rikkjast og kippast til og ég vissi um leið að hann væri með hitakrampa...ég gaf frá mér eitthvert hljóð því Einar HENTIST út á gólf og stóð þar hálf sofandi og spurði; "Hvað gerðist, hvað á ÉG að gera?"  

Ég skipaði honum að hringja strax í 112...sem hann gerði.  Okkur var sagt að slaka á!!!  SLAKA Á?!!!

Hvernig er hægt að slaka á þegar maður heldur að litli yndislegi unginn sé að deyja?  Hann var orðinn blár í framan, hann andaði ekki...SLAKA Á!!!

Það liðu 7 mínútur frá því við hringdum í 112 þar til "akut-maðurinn" stóð á tröppunum.  Þá var Jóhannes hættur að krampa.  

Þessar mínútur sem hann var í krampa, blár í framan, sást bara í hvítuna í augunum og hann var helstífur...úff, ég náði að jarða hann og ég veit eki hvað.  Hugurinn fór ansi langt á þessum mínútum.  

Ég hef aldrei á ævi minni verið eins hrædd.  

Við fórum á spítalann, ég og Jóhannes.  Einar varð eftir heima hjá Ólöfu Ósk og Jóni Ingva.  

Þurftum að bíða í 2 tíma eftir að hitta lækni, vorum svo lögð inn á barnadeildina.  

Daginn eftir vorum við útskrifuð, með stezolid í farteskinu.  Sem betur fer höfum við ekki þurft að nota stezolidið því Jóhannes hefur ekki krampað aftur.

En ég er aldrei róleg þegar hann fær hita.  Er með varann á mér, og vakna við minnstu hreyfingu hjá honum.  

Ætli það verði ekki alltaf þannig? 

Jóhannes sjarmörHér er hann í gær, nýbúinn að borða eitthvert kex...að sjarma mömmu sína með því að blikka hana...

Mikið er ég þakklát fyrir þann heiður að fá að vera mamma hans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernær kemurðu elskan mín?? Hlakka til að sjá ykkur mæðgin og vonandi fer hann að hressast. Kv. Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Kem á laugardaginn til Dk

SigrúnSveitó, 14.2.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband