Leita í fréttum mbl.is

Jamm og já

Tveir ormar heima í dag, sá elsti og sá yngsti.  Ólöf Ósk hóstar enn og kvartar yfir magaverkjum og ógleði.  Jóhannes er búinn að hósta í marga daga og er kominn með hitavellu núna.  lasarusarÆtla að láta hlusta hann...en það er ekki hægt að fá tíma fyrr en á morgun.  Læknar eru miklir spekingar og vita betur!!  Sú sem ég talaði við að sagði að þar sem hann léki sér þá væri nú ekkert alvarlegt að honum, það væri góður mælikvarði á lungnabólgu!!!  Yeh, right!!  Hún þekkir greinilega öll börn vel - NOT!!! 

Ég hef prófað að vera með barn með lungnabólgu...sem lék sér og hljóp um og virtist við hestaheilsu...

Eða þegar Ólöf Ósk var lítil, var lögð inn á sjúkrahús með yfir 40° og andardráttarerfiðleika sökum "falsk strubehoste" (sem ég veit ekki hvað heitir á íslensku...en þessu fylgir "geltandi" hósti)...hún hljóp nú samt um allt og var kát og glöð!!

Ok, ég veit að börnin mín eru einstök...en samt Cool

Hvað um það, fékk tíma fyrir gaurinn hjá lækni á morgun...og "má" hringja á vaktina seinnipartinn ef mér þykir þörf á!!  

---

Ég keyrði Jón Ingva í skólann og fór með honum inn til að spjalla við kennarann varðandi fyrirhuguð frí hjá gaurnum.  Og endaði grátandi...ooohhh, Kalli fór að spyrja hvernig gengi með Jón Ingva...hvort við upplifðum að hann væri farinn að tengjast meira...og ég bara fór að gráta.  Vá, ég vissi ekki að þetta sæti svona þungt á mér.  Undanfarið hefur Jón Ingvi ekki viljað hringja í strákana, segist vita að þeir segi nei, þessi og hinn sé óvinur hans og svo videre.  En getur ekki gefið skýringu á þessum óvinskap. 
Hlutirnir virðast svo svartir og hvítir hjá honum.  Annað hvort eru vinur eða óvinur.  Ekkert þar á milli. 
Kalli sagði mér reyndar að hann væri farinn að leika aðeins við eina stelpuna, það vissi ég ekki.  Ætla að spjalla við Jón Ingva um það í dag, kannski vill hann bjóða henni heim.

En hann er amk búinn að fá frí til að fara á Norðfjörð með frænda sínum í næstu viku og svo til Danmerkur í mars!!  Svo nú hefur hann aldeilis eitthvað til að hlakka til Smile

---

Jæja, best að borða morgunmat...og athuga svo hvort garnbúðin sé opin í dag...hún var sko lokuð v. veikinda í gær...  Svo ætti ég að lesa smá líka...nota tímann meðan Jóhannes er að horfa á "Hafferlaffen"!!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Njóttu krúttmolana á meðan þeir eru litlir, svo allt í einu eru þeir vaxnir upp og farnir að hafa meira gaman af því að vera með öðrum en þér....!! Ég sé og skynja að þú nýtur þessa fram í fingurgóma...Góð kveðja yfir Faxaflóann

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.2.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, ég nýt þess sannarlega fram í fingurgóma.  Ég þarf ekki að líta lengra en til stjúpdóttur minnar sem er að verða 16 í sumar...hún nennir ekki að eyða of miklum tíma í okkur hér...

Svo er líka þetta með að eyða tíma í börnin meðan þau eru lítil...það eykur líkurnar að þau komi aftur þegar mesta gelgjan er gengin yfir...

Kveðja tilbaka

SigrúnSveitó, 13.2.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband