Leita í fréttum mbl.is

Get ekki hætt...

...að blogga!!! 

Við fengum gesti í dag.  Byrjaði á sms´i frá Aðalsteini bróðir upp úr 9 í morgun.  Í framhaldinu komu þau feðgin, hann og Lilja Fanney.  Yndislegt.  Ég á eftir að sakna þeirra, en þau eru að flytja á Norðfjörð 21. febrúar Crying

alli og jón ingviÞað hefur verið mjög gaman, og huggulegt þessi óvæntu "drop-in" frá þeim.  

Hér eru þeir félagar Jón Ingvi og Aðalsteinn bró.  Þeir ætla einmitt að keyra á Norðfjörð saman 21. feb. og borða hrykalega mikið sælgæti....alveg þangað til þeir fá drullu...þá fara þeir og drulla hlið við hlið í snjóskafl...!!!  (Bróðir minn í hnotskurn!!!Devil)

Jæja, svo eftir hádegi komu gamlir vinir Einars í kaffi.  Sigurjón (þú veist, Gurrí) kom með konu og börn og annar vinur, Einar Sveinn mætti með tvo af sínum börnum.  Ótrúlega gaman alveg.  Ég var nánast að hitta Einar Svein í fyrsta sinn, get varla talið það með þegar ég hitti hann í fermingu Báru, rétt heilsaði upp á hann þar.  Þetta var svaka gaman.  

SÍÐAN...skruppum við út, ég, Einar og Jóhannes!!  Út í búð að kaupa mjólk...en með viðkomu á framtíðaradressunni okkar; Seljuskógar 7!!!  Þessi mynd er tekin þar; það er sem sagt komið rafmagn!!  Spennandi.  Lóðin á að vera tilbúin til afhendingar í lok febrúar!!!   Hér eru þeir feðgar á svæðinu; Seljuskógar 7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk. Það er engin hætta á því...

SigrúnSveitó, 11.2.2007 kl. 20:26

2 identicon

Ég droppa sko hér við nokkru sinnum á dag.

Já það er leiðinlegt fyrir ykkur að þau séu að fara en gaman fyrir okkur að þau séu að koma.

Var að lesa bloggið hennar 'O'O það er augljóst að mamma er ennþá mjóg mikilvæg. Gott að vita að mann eigi kanski enn nokkur ár eftir í því.

En ég er að spá í að fara að skrifa í vefdagbókina hjá krökkonum. 

heyrumst 

Maria (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 20:33

3 Smámynd: SigrúnSveitó

hihi...já, við mömmur erum sterkar inni í nokkur ár...svo komum við sterkar inn aftur síðar...ef við stöndum okkur þokkalega í "fyrri hálfleik"

SigrúnSveitó, 11.2.2007 kl. 20:35

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er gaman að upplifa daga þegar svona margir droppa inn. Gefur manni von um að maður sé ekki últra drepleiðinlegur..! Gaman að myndunum - og þessum yndislegu vísum. Takk fyrir mig eins og alltaf.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband