Leita í fréttum mbl.is

LOKSINS!!!

LOKSINS!!!  Ég var farin að fá nett blogg-fráhvarfseinkenni (þetta er orðið alvarlegt!!!), netið búið að liggja niðri hjá okkur síðan í morgun!!  Var farin að halda að ég næði ekki að koma afmælisbarni dagsins að!!!

Afmælisbarn dagsins er reyndar ekki meðal okkar lengur.  Það er hann elsku Nonni afi minn sem hefði orðið 89 ára í dag, hefði hann lifað.  Afi dó 15. mars 1999, nýlega orðin 81 árs.

Hér er mynd af mér og Ólöfu Ósk með afa, tekin í des. ´95. Með Nonna afaÉg á margar góðar minningar um afa. Ég veit ekki hvar ég á að byrja...

Þegar ég loka augunum og hugsa um góðu stundirnar með afa þá sé ég hann fyrir mér í jakkafötum með hann, alltaf að þeytast um með okkur krakkana.  

Afi á Gamla Grána, sem var Volvóinn hans afa sem var ELDgamall og leit einhvernveginn svona út; volvo

afi átti þennan Volvó til ársins 1982, ef ég man rétt.

Svo keyrði afi vörubíl í mörg ár, og hann bauð okkur á rúntinn á vörubílnum og lét vörubílinn "prumpa" fyrir okkur og það fannst okkur krökkunum náttúrlega bara ógeðslega fyndið.  Og það er þannig að ennþá dettur mér afi í hug þegar ég heyri vörubíl "prumpa".

Afi átti alltaf fullt af pappír í geymslunni og við gátum teiknað endalaust, hann sendi okkur líka reglulega kassa af pappír austur.  Og fyrir jólin kom alltaf sending, fullur kassi af eplum, rauð og safarík epli með "jólalykt" minna mig á afa.

Ég gæti talið upp endalausar minningar um afa.  Þótt það séu liðin næstum því 8 ár síðan hann dó þá hugsa ég til hans oft í viku, stundum daglega.  Ég sakna hans enn, og mun kannski alltaf gera.  Mér fannst yndislegt að hann skyldi ná að lifa að sjá mig eignast fjölskyldu, hann var svo hrifinn af Ólöfu Ósk og ég er svo þakklát fyrir að hún fékk að þekkja hann, þótt hún muni ekki eftir honum í dag.  

Ég efaðist aldrei um ást afa og umhyggju fyrir mér, enda lét hann mig endalaust heyra það hversu mikið hann elskaði mig.  Mig langar að láta fylgja með vísu sem afi bjó til handa mér þegar ég var lítil stelpa og sem ég held mikið upp á.

Sigrún elsku stúlkan okkar bjarta,
þú sífellt ert  í hug okkar og hjarta.
Vertu alltaf þæg og góð við mömmu,
þá verður  þú líka ástin afa og ömmu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband