Leita í fréttum mbl.is

Snillllllld...

Kvöldið okkar var hreinasta snilld!!  Grin

Allir yfir sig ánægðir.  Það eru skiptar skoðanir á því hvort Jón Ingvi eða Ólöf Ósk vakti lengur en hitt...þau segjast bæði hafa unnið!!  Ætli þau hafi ekki sofnað á svipuðum tíma!  Jóhannes sofnaði fyrstur, en tórði þó til 23 eða svo!!  Alveg gjörsamlega búinn að vera.  Hann spurði reyndar 20.30; "mamma, hvenær förum við að sofa?" En svo vakti hann samt áfram...því mamma ætlaði ekki inn að kúra!!  

Við byrjuðum á að elda kvöldmatinn, allir voru duglegir að hjálpa við að skera grænmetið.  Engin sagði; "ooohhh" yfir að þurfa að hjálpa...þetta var sameiginlegt verkefni!!  Mikill munur.

Svo eftir matinn hjálpuðumst við aftur öll að.  Snilld!!  Síðan tókum við föndurdótið okkar fram (sem ég ætla ekki að fara nánar út í sökum jólanna...Wink) og allir föndruðu.  Meira að segja Einar tók virkan þátt í því, þó er hann ekki mikið fyrir föndur.  En hann skemmti sér konunglega, ekki síður en við hin!!  Gaman að því.

Síðan var spilað Olsen, Olsen, veiðimaður...og endað á Matador!!  Fyndin þessi danska útgáfa sem við eigum...eða ég leyfi mér að efast um að eitt lukkuspilið á íslensku hljómi svona; "Þú færð heimsendann bjór og borgar kr. 500 fyrir"!!! LoL Eða hvað? 

Einar og Jón Ingvi möluðu Matadorið, ég varð gjaldþrota...Ólöf Ósk gafst upp sökum þreytu!!  Það var fyndið að fylgjast með Jóni Ingva, honum fannst þetta þvílíkt skemmtilegt og taldi peningana í gríð og erg!!  Lítill peningapúki þar á ferð...W00t

En þetta var frábært kvöld, ótrúlega skrítið að setjast ekkert við tölvuna...eiginlega enn skrítnara að Einar settist ekkert við tölvuna...!!  Símar slökktir, heimasíminn "á tali".  Við erum ákveðin í að gera þetta að mánaðarlegu verkefni.  

Næst ætlum við þó ekki að bjóða upp á sælgæti...krakkarnir voru alltof upptekin af namminum og það lagaðist mikið þegar við bara tókum skálina af borðinu.

Jæja, Aðalsteinn bróðir er kominn í heimsókn...bæjó...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er alveg frábært hjá ykkur ... fyndið að kalla þetta leiðindakvöld, algjör andstæða við það sem það reyndist, góður húmor!!! Kveðja yfir í Hvíta húsið! 

Í gær þegar við ókum frá kaffihúsinu og heim í himnaríki benti ég á húsið þitt og sagði: Hér býr hún Flórens! Og allir í bílnum vissu hver Flórens er!!!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Arna Hildur, endilega, mæli með þessu.   

Gurrí, auðvitað vita allir hver Flórens er...amk þeir sem hafa lesið pistlana þína

SigrúnSveitó, 11.2.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband