Leita í fréttum mbl.is

Búin að hugsa og hugsa...

...10. febrúar!!!  Það á EINHVER afmæli sem ég þekki/þekkti...alveg handviss.  Svo ég kíkti á dagatalið mitt, ekkert nafn þar...!  Skrítið.  Svo dró ég fram afmælisdagbókina...sem ég hef notabene ekki notað í MÖRG ÁR!!  Og viti menn, Heiða = Aðalheiður H. Eggertsdóttir f.´72 á afmæli í dag.  Einmitt sko.  Ég hef ekki hitt Heiðu í ansi mörg ár...en svona er ég og afmælisdagar...

...vona að það komi ekki upp úr krafsinu að einhver sem ég þekki betur og er mér nánari eigi afmæli í dag og ég sé að gleyma því...það væri náttúrlega afar leiðinleg.

En ég hugsa með kærleika til Heiðu, hvar sem hún er í dag og vona að hún eigi góðan dag.  Og gott líf "i det hele taget".

Einar fór að vinna í morgun, eða hjálpa félaga að byggja hús.  Sá hinn sami félagi ætlar að hjálpa Einari og sýna honum hvernig á að byggja úr þessum einingakubbum sem hann ætlar að byggja okkar hús úr.  Spennó.

En ég gat ómögulega vaknað í morgun, svo Jóhannes kom upp í og horfði á Gunna og Felix hjá mér.  Ég dormaði þess vegna þar til tími var til kominn að fara á fund.  Kom mér á lappir...fór á fund.  Snilld að byrja helgina á svoleiðis sælu.

Vika í Danmörku!!!  Jóhannes talar mikið um að við séum að fara að flytja til Danmerkur.  Hann hlakkar mikið til að hitta vini sína, sérstaklega Idu. Ida og Johannes

Svo ætlar hann á leikskólann MEÐ NESTI og leika og renna í STÓRU GRÁU rennibrautinni!!  Gott að leikskólinn er svona opinn og skemmtilegur og æltar að leyfa honum að vera einhverja daga.  Hann hlakkar mikið til að hitta bæði vinina þar; Idu (auðvitað), Nynne, Marcus, Nicklas (vona að þeir bræður séu þar enn...).  Þetta verður gaman.

Finnst þó ekki sérlega gaman að yfirgefa hin þrjú í 4 vikur.  En sem betur fer (stundum amk.) þá líður tíminn hratt!!  Eða eins og sagt er á góðri íslensku..."Time flyes when you are having fun"!!! LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það er sko ljúft

SigrúnSveitó, 10.2.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband