Leita í fréttum mbl.is

Snot...

...fullt nef af *snotti*...svona ef ykkur langar að vita það...  Ég er næstum því sannfærð um að ég sé komin með Svarta Dauða...var ekki eitthvað með að ef maður hnerraði oftar en tvisvar í röð þá væri maður gott sem dauður?!!!  Mig minnir það...og ég er búin að hnerra non-stop í dag!  Geðveikur kláði í nefinu, sviði í augunum...já, kvefpest!!!  Hef ekki orðið veik í einhver ár og ætla sannarlega að vona að ég fari ekki að taka upp á svoleiðis vitleysu núna!!!

En vitiði hvað...?!!  Ég var að lesa um svarta dauða og get sagt ykkur að ég er sennilega bara með kvef...!!!

Á morgun ætlum við að hafa svokallað *leiðindakvöld*.  Ég googlaði það og fann færslu frá sjálfri mér!!!, þannig að ef ykkur langar að lesa um leiðindakvöld...þá bara kíkið þið á þá færslu!!  Ég get þó upplýst ykkur um að *leiðindin* byrja kl 18.00 og þá verður slökkt á sjónvarpi, tölvum (já TÖLVUM!!), símum og öllu, útidyrahurðin verður ekki opnuð svo það þýðir ekkert að ætla að kíkja í kvöldkaffi...!!!  Við ætlum að elda okkur Taco og hafa það ótrúlega nice, og það sem krökkunum finnst ekki minnst spennandi; *vökukeppni*!!!  Bannorð leiðindakvölds eru: "Jæja, nú eiga allir að fara að sofa"!!!

Jæja, best að koma tveimur drengjum í bælin sín...svo þeir geti vakað LENGI á morgun!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Það er líka alveg spurning hvort við hjónakornin meikum það...ætli við laumumst ekki fram þegar börnin eru sofnuð...ef við töpum ekki í vökukeppninni...

SigrúnSveitó, 9.2.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mergjuð hugmynd!!! Leiðindakvöld! Vökukeppni! Þið eruð frábær!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Taco!! Bloddí hell... nú langar mig í taco!

Heiða B. Heiðars, 9.2.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Þessi mergjaða hugmynd er komin frá Stefáni Karli, leikara.  Fór á fyrirlestur hjá honum í haust...hann sagði m.a., sem er svo satt, að það besta sem við eyðum í börnin okkar er TÍMI!! 

Já, Taco...nammi, namm!!

SigrúnSveitó, 10.2.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband