Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagsmorgunn...

...í rólegheitum. 

Jóhannes vaknaði reyndar kl 7 sem var alltof snemmt þar sem hann fór ekki að sofa fyrr en kl langt gengin í ELLEFU!!!  En hann er svo mikill kúrimoli að það hálfa væri nóg...en samt ekki, mér finnst yndislegt að hafa svona kúrikrútt hjá mér.  Hann svoleiðis knúsar mig og hjúfrar sér, strýkur mér í bak og fyrir og segir; "ooohh, mamma, mér FINNST svo gott að koma við þig".  Er hægt annað en bráðna yfir svona?  Held ekki.

Svo fór hann fram með þessum orðum; "Ég ætla að gá hvaða mynd börnin eru að horfa á"!!!  Og var þá að tala um eldri systkini sín tvö!! LoL

Ég ruslaðist fram kl rúmlega 9...fékk mér ristað brauð og kaffi sem pabbi lagaði handa mér/okkur.  Uuummm, nýlagað kaffi að morgni er ómissandi unaður.  Skellti mjólkinni reyndar í "öllarann" til að verma hana, gott að fá volga mjólk í kaffið.  

Akkúrat núna bíð ég svo eftir því að kl verði 10 svo Skagaver opni...þá ætlar pabbi nefninlega að keyra þangað og ath hvort það sé til málningarlímband...ég þarf nefninlega að komast í sturtu...!!!  Klæjar ískyggilega mikið í hausinn, mætti halda að það væru 2 vikur, ekki 2 sólarhringar, síðan hárið var þvegið...
Ég má nefninlega ekki taka umbúðirnar af i viku, bara skella innkaupapoka yfir og teipa vel fyrir og henda mér undir sturtuna...  Umbúðirnar eru töluverðar, teygjubindi yst, svo er einhverskonar grisju-bómull (held ég...ekki búin að rannsaka þetta og var steinsofandi þegar þetta var sett á)...  Þar sem þetta er gat/göt inn í liðinn þá þarf þetta að gróa vel áður en ég opna þetta...ekki sérlega hentugt að fá einhverja bévítans sýkingu í lið...eiginlega væri það mjög hvimleitt...!!

Já, svo erum við að fá gesti í dag, mamma, Gugga frænka og Egill ætla að kíkja við eftir hádegið.  Það verður gaman að sjá þau.  Mamma er í bænum yfir helgina.  Gugga (sem er móðursystir mín) og Egill (sem er maðurinn hennar Guggu) eru að koma í 1. sinn síðan við fluttum.  Svo þetta verður ljómandi gaman.

Svo kemur tengdamútta seinnipartinn, hún ætlar að passa krakkana meðan við skreppum í paragrúppu.  Sem minnir mig á það að ég á eftir að taka út tertubotnana...og setja rjóma og fleira á...við eigum nefinlega að koma með desert í kvella og ég var víst búin að lofa Einari að koma *líka* með sætt sull, í formi marens með karamellukremi... Shocking Honum finnst, held ég, hálfgert svindl að það sé alltaf "bara" eitthvað sykurlaust...gjarnan fullt af hnetum og möndlum...og jafnvel döðlum...í desert, alltaf verið að taka tillit til þeirra sem ekki þola sykur í hausinn... Sick hihi...en nú fær hann sitt sæta sull og verði honum bara að góðu, þessari elsku.  

Jæja, best að hætta þessu bulli í bili... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband