Leita í fréttum mbl.is

Komin heim...

...í heiðardalinn...eða réttar sagt á Skagann!!! 

Fór á kaffihús með tveimur Valkyrjum.  Fyrir einhverjum árum síðan gekk ég í yahoo grúppuna "Íslenskar mæður í útlöndum" og hef haft gagn og gaman af.  Grúppan heitir "Valkyrjur".  Ég fór seum sé að hitta tvær úr þeim hóp í dag.  Mjög gaman að hitta svona nýtt fólk.  Hafði séð myndir af þeim á netinu svo ég þekkti þær í sjón. 
Ótrúlegt að ég geri svona, ég sem var svo hrykalega hrædd við ókunnugt fólk og bara félagsfælin.  Alltaf óörugg og hrædd um að vera ekki nógu góð. 
Eitthvað hefur breyst og ég hef gaman af svona löguðu.  Kraftaverkin gerast enn og ég er mjög þakklát fyrir það.

Jæja, nú fer að styttast í aðgerðina...ég á að mæta kl 8.00 í fyrramálið, fastandi.  Vona að þetta verði til gæfu...
Elín sys. ætlar að koma og passa mig...og börnin...en ég frétti í dag að hún hafi þurft að redda sér barnapíu fyrir sín börn til að koma og hjálpa mér...!!  Þetta kalla ég kærleiksverk.  Knúsa hana mikið á morgun.

Nenni ekki að skrifa meira...er andlaus...datt í gremju í morgun...þoli ekki íslenska ferkantaða leikskóla...fer ekki nánar út í það núna þar sem ég gæti sagt (skrifað) eitthvað sem ég sé eftir síðar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ægilega ertu dugleg að baka og dúllast! Gaman að fá uppskriftirnar þó mér finnist sumar eitthvað voða flóknar gleymdi að segja þér að ég prufaði kjúklingauppskriftina sem þú settir inn fyrir löngu. Kjúllinn hans Gústa hét hún held ég. Svakalega góð og var Heimir MJÖG hrifinn, enda ólífur í réttinum.

Gangi þér vel í aðgerðinni, sendi þér hlýjar hugsanir héðan frá Köben.

Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 20:19

2 identicon

Gangi þér vel á morgun frænka   Vertu svo dugleg að hvíla fótinn og láta litlu sys stjana við þig .. hún er svoddan yndi!     

ragnhildur (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 20:58

3 identicon

Takk fyrir spjallið í dag dúllan mín ..reglulega gaman að hitta þig á kaffi París...

Gangi þér vel á morgun :)

Knús frá Halldóru ( Dóru Valkyrju ) 

Halldóra (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 21:20

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Úrsúla, uppskriftirnar eru ekkert flóknar, bara að byrja, og svo eru þær náttúrlega mjög góðar gaman að Heimi þótti kjúllinn góður, enda er hann snilld.

Ragnhildur, takk, takk.  Já, Elín er sko algjört yndi.  

Dóra, takk sömuleiðis, það var mjög gaman að hitta þig loks face to face.  

SigrúnSveitó, 1.2.2007 kl. 22:05

5 identicon

Elsku Sigrún mín.

Ég verð nú að svara fyrir mig hér finnst allt breytist á síðustu stundu. En með réttu þá hefði ég komið barnlaus því það er mikið að gera í félagsstarfsemi hjá börnunum á laugadaginn. Nema það að skyndilegt handbolta mót kom upp hjá henni Hörpu og það þarf að vera far fyrir þær í bæinn, þ.a stelpurnar...svo ég þarf að fara með þær í bítið og Brynjar fer með arnar á sinn stað.

Svo barnapían fer yfir til þín...en svona reddast nú málin alltaf. Ég þarf nú varla að taka það fram að ef pabbi gamli hefði ekki getað tekið við "stjan" starfinu þá hefðu stelpurnar alveg mátt bara fara með rútu.

En þú átt mail um þetta sem þú er eflaust búin að sjá.

Vonandi gengur aðgerðin vel....og krakkarnir bíði spenntir eftir frænku sinni og börnunum tveim í heimsókn sem allra fyrst :)

Elín Eir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband