Leita í fréttum mbl.is

Fiðrildi

fiðrildiJóhannes fékk að taka vin sinn með heim úr leikskólanum í dag.  Þeir eru ótrúlega líkir, kannski einmitt þess vegna sem þeir smella svona vel saman. Hér er grátur og gnístan tanna á kvöldin, því Jóhannes VILL FÁ Bergþór Loga!!!  Heima hjá B.L. þarf mamma hans bara að segja eitt orð, "Jóhannes", ef sá stutti vill ekki í leikskólann og þá er hann hlaupinn af stað.  Yndislegt að fylgjast með þeim.  

Þeir eru svona litlar skopparakringlur, alger fiðrildi, flögra um...eða skoppa um.  Þeir labba ekki, kunna það líklegast ekki, því þeir hlaupa alltaf við fót, báðir.  Svo brosa þeir nánast stanslaust.  

Algerir ormar. 

Svo skemmtilega vill til að föðurbróðir B.L. býr á Norðfirði og er giftur Köllu, æskuvinkonu minni.  Svona er Ísland nú lítið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

En yndislegt að hann hafi eignast svona góðan vin!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það er yndislegt.  Og algerlega frábært að fá að fylgjast með þeim saman.

SigrúnSveitó, 30.1.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband