29.1.2007 | 21:48
Norðfjarðarblús
Stal þessari mynd á heimasíðunni hjá Þóru Elísabetu. Vona að það sé í lagi...veit ekki hvort Þóra Elísabet les bloggið mitt...efast reyndar um það...en maður veit aldrei...
En er þetta ekki fagur fjörður??!!! Myndin er tekin ofan úr svokölluðu Drangaskarði. Þangað hef ég einu sinni komið. Þegar ég var ung stúlka í skóla á Nobbarafirði (eins og pabbi kallar hann) þá var það siður (og er víst enn) að pína nemendur í göngu einu sinni að hausti. Og það voru ekki einhverjar smá gönguferðir. Nei, ungdómurinn skyldi arka á fjöll!! Ég skal viðurkenna að ég gæti vel hugsað mér að stunda fjallgöngur í dag, og kem vonandi til með að geta það þegar búið er að krukka í hnéð mitt...en í þá daga var þetta ósvífni og pyntingarþörf skólayfirvalda að mínu mati. En eitt haustið var farið upp í Drangaskarð. Og kennararnir voru snjallir og sá þeirra sem fimastur var tók kladdann með á toppinn og sat þar og slappaði af og fékk undirskrift hjá nemendum sem flestir komu móðir og másandi á toppinn...ef þeir komu!!!
Eitt haustið fór ég alls ekki alla leið. Faldi mig bak við stein, ásamt fleirum, og laumaði mér í burtu og gerði eitthvað skemmtilegra þann daginn.
En hver veit nema ég eigi eftir að komast aftur upp í Drangaskarð og hafa kannski ánægju af??!!!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
váá .... flott mynd Vonandi verður þú heppnari með hné-ástand eftir aðgerð .... held það verði langt í (ef e-rn tíman) að ég fari aftur í almennilega fjallgöngu
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:18
Úff, já, ég vona það. Ég bind miklar vonir við að verða eins og tengdamamma, hún fór í svona aðgerð fyrir örfáum árum og hún sprangar um fjöll og firnindi eins og ekkert sé...
SigrúnSveitó, 30.1.2007 kl. 12:57
Elsku Sigrún þér er sko velkomið að fá myndir lánaðar;) Það er mjög gaman að lesa bloggið þitt og haltu áfram að vera svona dugleg að skrifa. kveðja Þóra E. http://blog.central.is/torabeta. nú byrjuð að blogga;)
Þóra Elísabet (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.