Leita í fréttum mbl.is

Yndislegur dagur

Byrjaði daginn með börnunum mínum kl 6.45 í morgun.  Jóni Ingva þótti ég reyndar svolítið leiðinleg þar sem ég neitaði að keyra þau í skólann.  En mottóið er að labba í skólann, sérstaklega þar sem það þarf ekki að taka nema 10 mínútur og ekkert að veðrinu.  Hann jafnaði sig fljótlega, þegar hann sá að ég var óhagganleg Devil mamma djöbbi...!!!

Þegar Jóhannes var líka farinn í leikskólann gerði ég það sem ég var búin að sjá í hyllingum í prófstressinu...fór heim og lagði mig!!  Oooohhh, nice.  Svaf á mínu græna þar til kl hálf 11 eða álíka.  Einar var hrjótandi við hliðina á mér, svo þetta var bara sælan Sleeping

Svo tókum við okkur til og fórum að græjuðum næsta skref í húsbyggingaplaninu.  Fórum með pappíra til Magga Brands (fyrir þá sem hann þekkjaWink) og nú á þarnæsta skref að vera tilbúið í fyrramálið.  Þá fer að koma að kostnaðarskrefum...  Þetta er bara mjög skemmtilegt stúss þegar ég þarf ekki að vera að hugsa um próf líka...

Þegar öllu þessu var lokið þá sóttum við strákana og fórum í sund.  Það var ljómandi gaman og svakalega hressandi.  Þegar ég er í sundi þá fæ ég stundum óskýranlega löngun til þess að fá mér sundgleraugu og synda!!!  Veit ekki hvaðan þessi hugmynd kemur en það dúkka stundum upp dularfullar í hausnum á mér!!!

Ég var að hringja í Iclandexpress rétt áðan að bóka Jón Ingva í flug til og frá Köben.  Það tók nákvæmlega 16 mínútur og 38 sekúndur.  Ekki vegna þess að ég þyrfti að bíða eftir afgreiðslu, nei, ég var með afgreiðslu allan tímann...kannski bara smá trega afgreiðslu...!!  Aumingjan konan virtist ekki alveg vita hvað hún var að gera.  Fyrsta verð sem hún gaf mér upp var 31.080 isl.kr. en endaði svo með þetta í 22.180 (með fylgd aðra leið).  Mér fannst nefninlega 31.080 frekar mikið...!!  Hún bókaði hann síðan á barnafargjaldi og þá snarlækkaði upphæðin...!! 
Mér tókst að halda ró minni og vera kurteis allan tímann, þrátt fyrir að ég þyrfti að endurtaka sömu hlutina ansi oft...þó ekki sé meira sagt...!!! 
En nú er þetta sem sagt komið á hreint og allt klappað og klárt.

Einar er farinn að vinna og mun vinna mikið þessa viku.  Við hlökkum til að sjá hann þegar þessari vinnutörn líkur.  Það reyndar er ágætt að ég er heima að lesa því þá næ ég að sjá hann á frívöktunum.  Því það hefur stundum verið þannig þegar hann hefur tekið þessar tarnir að hann er á næturvakt, kemur svo heim að sofa þegar við erum farin og svo er hann farinn aftur þegar við komum heim. 
Þó það sé leiðinlegt meðan á því stendur þá finnst okkur þetta samt fínt, því þá á hann lengri frí inn á milli.  Svo eins og sagt er, það er ekki bæði sleppt og haldið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Greinilega góður dagur, elskan mín! Kveðja úr himnaríki til ykkar allra!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk

Ég var farin að halda að það væri ekki hægt að kommenta hjá mér...það væri eitthvað bilað.  Og mikið var ég glöð þegar ég sá að það var komin athugasemd!!  Takk, takk

SigrúnSveitó, 29.1.2007 kl. 20:32

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, stundum gef ég mér bara tíma til að renna yfir skrifin en ekki til að kommenta ... ætti bara að stæla einn bloggvin minn sem segir oft bara KVITT!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 20:59

4 Smámynd: SigrúnSveitó

hihi...já góð hugmynd. 

Enda var þetta ekki meint til þín...ekki frekar en til allra hinna 50 sem heimsækja síðuna mína daglega...  Það er svo gaman að fá smá komment.  En skítt með það, það er ekki þess vegna (amk ekki eingöngu) sem ég skrifa hérna.  Mér finnst nú voða gaman að bulla smá og deila lífinu með hinum og þessum!! 

SigrúnSveitó, 29.1.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband