27.1.2007 | 21:54
Dagurinn...
byrjaði snemma, amk hjá Jóni Ingva. Hann vaknaði kl 5.00 við að Jóhannes kallaði á mig, en Jóhannes kom inn til mín og sofnaði aftur...en Jón Ingvi gat ekki sofnað aftur!!! Svo þegar kl var 5.45 þá fékk hann að setja mynd í tækið svo við hin amk gætum sofið aðeins lengur...!!!
Einar fór fram kl 9 og ég ætlaði líka á fætur þá, enda búin að liggja upp í, vakandi síðan 7 eða frá því að Jóhannes vaknaði, þar sem hann þarf mikla athygli frá mér eftir að ég yfirgaf hann í 3 sólarhringa!! En þegar Einar var farinn fram þá ROTAÐIST ég gjörsamlega. Var algerlega rænulaus þegar Einar kom inn rúmlega 10 til að vekja mig svo ég kæmist á fund. En mér tókst að ná mér fram og fór á fund, sem var náttúrlega jafn gaman og oft áður.
Svo brunuðum við enn eina ferðina í höfuðborgina. Einar gerðist pólitískur fyrir skemmstu og fór á landsþing og studdi Magnús. Við hin erum ekki pólitísk og fórum í te til tengdó. Síðan fórum við í afmæli hjá frumburði Valtýs (bróðir Einars) og Huldu, honum Orra.
Mamma komst að því í haust að Hulda (kona Valtýs) væri náskyld okkur. Afi hennar og langafi minn voru bræður. Þessu komst mamma að þegar hún var eitthvað að glugga inni á Íslendinabókinni og að skoða "einhvern" Magnús Móberg, sem hún vissi að væri frændi sinn. Þau eru eiginlega "al-nafnar" því mamma heitir Magnea Móberg. En svo rak hún allt í einu augun í að þessi Magnús Móberg ætti dóttir sem héti Hulda, sem ætti mann sem héti Valtýr. Svo hún hringdi í mig með öndina í hálsinum og "vollá", ég eignaðist skyndilega nýja frænku, sem ég þekkti og allt!! Gaman að því.
Svo í afmælinu í dag hitti ég þennan "fræga" Magnús Móberg. Ég gat náttúrlega ekki stillt mig og rauk á manninn og sagði honum að ég væri frænka hans og útskýrði mál mitt. Honum þótti þetta auðvitað líka hið skondnasta mál og hafði mjög gaman að. Hann bað mig fyrir kveðjur til mömmu og sagði að sér myndi þykja gaman að hitta hana einn daginn. Ég er búin að koma þessum kveðjum til skila og svo er að sjá hvað verður.
Já, svona er Ísland nú lítið land.
Annað er ekki fréttnæmt hérna í bili.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.