Leita í fréttum mbl.is

Borgarferð

Við hjóinin vorum í borgarferð, og Jóhannes fékk að slást með í för.  Hann fékk að vera í fríi, fékk meira að segja að ráða því sjálfur hvort hann færi í leikskólann eður ei.  Hann valdi að vera í fríi, enda uppgefinn eftir langa daga alla vikuna.  

Hann hefur átt töluvert erfitt með að vera móðurlaus í 3 daga.  Það kom reyndar ekki fram fyrr en 3. kvöldið, þá grét hann mikið; "ég vil MÖMMU mína"!!  Oooohhh, ég var einmitt að tala við Einar í símann þegar Jóhannes byrjaði að gráta í 3. skiptið það kvöld.  Einar hélt hann væri sofnaður.  Það var ægilega erfitt að sitja í Hafnarfirði og geta ekkert gert, þegar mig langaði mest að taka litla orminn minn í fangið og knúsa hann.  En ég hef nú aldeilis fengið að knúsa hann síðan.  

Hann á líka erfitt að vera án mín, vill fá mig með í allt, hvort sem það er að honum finnist ég þurfa að lyfta honum á "dolluna" (sem hefur ekki þurft áður) eða bara að fylgja honum fram í eldhús að ná í epli.  Hann ætlar greinilega að passa að ég stingi ekki af aftur.  Það er eins gott að hann fer með mér til Dk...!!!

Borgarferðin.  Já, við ætluðum í Ikea og kaupa nýtt borð því ég komst að því í útlegðinni í Hafnarfirðinum að tölvan mín hitnaði ekki á borðinu sem ég fékk út af fyrir mig þar.  Það var ómeðhöndlað furuborð (sjá link) en borðið sem ég er með hérna heima er með plasthúðaðri plötu...og þar sem þetta ikeaborð kostar bara 3950 þá ætla ég að skella mér á slíkt...tölvan er töluvert mikið meira virði en það!!!  Svo ætluðum við líka að kaupa hansagardínu fyrir litla eldhúsgluggann svo ég geti striplast að vild í eldhúsinu án þess að nágrannarnir endilega sjái það...!!!
En það varð ekkert úr Ikea heimsókninni...þar sem aðrar útréttingar tóku lengri tíma en ætlað var...og kannski líka vegna þess að American Style varð mjög góður kostur þegar við vorum orðin glorsoltin í kring um hádegið!!!  EN ég get farið í Ikea síðar, á ekki von á að þeir séu að fara neitt, enda nýkomnir á nýjan stað.  Ég gæti kannski líka fengið eina mágkonu mína til að kippa borði með...mér skilst að hún sé tíður gestur í Ikea og hafi heimsótt staðinn amk 5 sinnum frá opnun á nýja staðnum...sem verður að teljast vel að verki staðið þar sem hún býr á Hofsósi...!!!  

Kannski ég laumi mér í Ikea í næstu viku.  Vill einhver vera memm??!!!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband