26.1.2007 | 16:34
Borgarferð
Við hjóinin vorum í borgarferð, og Jóhannes fékk að slást með í för. Hann fékk að vera í fríi, fékk meira að segja að ráða því sjálfur hvort hann færi í leikskólann eður ei. Hann valdi að vera í fríi, enda uppgefinn eftir langa daga alla vikuna.
Hann hefur átt töluvert erfitt með að vera móðurlaus í 3 daga. Það kom reyndar ekki fram fyrr en 3. kvöldið, þá grét hann mikið; "ég vil MÖMMU mína"!! Oooohhh, ég var einmitt að tala við Einar í símann þegar Jóhannes byrjaði að gráta í 3. skiptið það kvöld. Einar hélt hann væri sofnaður. Það var ægilega erfitt að sitja í Hafnarfirði og geta ekkert gert, þegar mig langaði mest að taka litla orminn minn í fangið og knúsa hann. En ég hef nú aldeilis fengið að knúsa hann síðan.
Hann á líka erfitt að vera án mín, vill fá mig með í allt, hvort sem það er að honum finnist ég þurfa að lyfta honum á "dolluna" (sem hefur ekki þurft áður) eða bara að fylgja honum fram í eldhús að ná í epli. Hann ætlar greinilega að passa að ég stingi ekki af aftur. Það er eins gott að hann fer með mér til Dk...!!!
Borgarferðin. Já, við ætluðum í Ikea og kaupa nýtt borð því ég komst að því í útlegðinni í Hafnarfirðinum að tölvan mín hitnaði ekki á borðinu sem ég fékk út af fyrir mig þar. Það var ómeðhöndlað furuborð (sjá link) en borðið sem ég er með hérna heima er með plasthúðaðri plötu...og þar sem þetta ikeaborð kostar bara 3950 þá ætla ég að skella mér á slíkt...tölvan er töluvert mikið meira virði en það!!! Svo ætluðum við líka að kaupa hansagardínu fyrir litla eldhúsgluggann svo ég geti striplast að vild í eldhúsinu án þess að nágrannarnir endilega sjái það...!!!
En það varð ekkert úr Ikea heimsókninni...þar sem aðrar útréttingar tóku lengri tíma en ætlað var...og kannski líka vegna þess að American Style varð mjög góður kostur þegar við vorum orðin glorsoltin í kring um hádegið!!! EN ég get farið í Ikea síðar, á ekki von á að þeir séu að fara neitt, enda nýkomnir á nýjan stað. Ég gæti kannski líka fengið eina mágkonu mína til að kippa borði með...mér skilst að hún sé tíður gestur í Ikea og hafi heimsótt staðinn amk 5 sinnum frá opnun á nýja staðnum...sem verður að teljast vel að verki staðið þar sem hún býr á Hofsósi...!!!
Kannski ég laumi mér í Ikea í næstu viku. Vill einhver vera memm??!!!
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.