24.1.2007 | 13:55
Home Sweet Home
Þrátt fyrir að ég sé svo heppin að eiga yndislega tengdamömmu sem ég var hjá í góða atlæti, og átti með henni yndislegar stundir undanfarna daga þá er alltaf gott að koma heim. Eins og danirnir segja; "Úti er gott, heima er best".
Ég tók strætó hérna uppeftir áðan og fór beint á leikskólann til að sækja Jóhannes og bílinn. Fékk náttúrlega hlýjar móttökur og stórt knús&kúr í hálsakot frá honum með orðunum; "Ég saknaði þín".
Við fórum og sóttum Jón Ingva. Hann var líka glaður að sjá mig, sagði hann amk. Hann ber ekki tilfinngar sínar á torg eins og við hin gerum. En svo þegar heim kom þá fékk ég stórt knús hjá honum líka. Yndislegt.
Núna bíðum við eiginlega bara eftir á Ólöf Ósk komi heim, því þá brunum við til Reykjavíkur...mest langar mig að fara undir sæng að sofa. Það er eins og úr mér sé allur kraftur. Ég fór ekki seint að sofa, svaf reyndar ekki vel, miklir og ruglaðir draumar og svo var ég alltaf að vakna. En vá, svona próf taka á, og ræna mig allri orku.
Ég ætla nú samt að fara að vinna á morgun, á eftir að ganga frá einhverjum pappírsmálum með leiðbeinandanum mínum, og svo langar mig líka ekki að hætta þarna!!! EN ég er að fara þangað aftur þegar ég kem heim frá Dk um miðjan mars!!! Svo það er bara frábært.
Hugsið ykkur, núna er bara EITT próf eftir og þá er ég orðin HJÚKKA!!! Ég er ekki að ná þessu, en þetta er frábært. Ég er eiginlega bara ansi stolt af sjálfri mér í dag.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært, frábært :) Til hamingju elsku Sigrún. Sjáumst vonandi á morgun
Knús Ragnheiður hjúkka :)
Ragnheiður Björnsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 15:23
Frábært að heyra eða lesa öllu heldur að allt hafi gengið vel.
Kv María
maría (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 17:20
Ég vissi þetta allan tímann!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.1.2007 kl. 17:43
... og til hamingju, elsku krúttttttttttttttttttt!!!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.1.2007 kl. 17:44
Darlings, takk, takk. Mér finnst voða gott að vita að þið hafið trú á mér. Mig skortir stundum þessa trú á sjálfa mig, svo þá er gott að hafa gott "bakköpp"
Ragnheiður, ég kem ekki á morgun, skátafundirnir hjá Ólöfu Ósk voru færðir yfir á fimmtudagana svo hún valdi þá í bili fram yfir fundina. Svo ég kem þá heldur ekki, því miður EN við verðum að fara að finna tíma til að hittast svo við getum byrjað á stálinu!!
SigrúnSveitó, 24.1.2007 kl. 18:11
Gangi þér rosa vel í þessu síðasta prófi .. þú rúllar þessu upp eins og öllu hinu :)
Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 08:23
Takk, frænka. Það er sem betur fer 5 mánuðir eða svo í næsta próf...þannig að ég ætti að ná upp kröftum eftir þetta áður hehe....
SigrúnSveitó, 25.1.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.