Leita í fréttum mbl.is

Smá lestrarpása...

...og þá skrifa ég!!!  Ekki vert að standa upp og fá blóðrásina í gang...neibb, ekkert svoleiðis neitt.  Hún kemst í gang þegar ég annað slagið stend upp og næ mér í kaffi eða vatn eða fer og skila drykkjunum í "dolluna".  

Ólöf Ósk var farin út þegar ég kom heim af fundi.  Var með "aftale", ætlaði að hitta bekkjarsystir sína.  Gaman að því.  Hún (Ó.Ó.) hefur verið óvenjumikið heima um helgar í vetur.  Þetta er ekki það sem við höfum átt að venjast undanfarin ár, og hefur verið ágætis tilbreyting.  En nú fer það kannski að breytast aftur...?!
Svo var ég ný komin heim þegar það var bankað.  Það var einn bekkjarbróðir Jóns Ingva sem var kominn til að spyrja eftir honum.  Svo hann kom inn að leika.  Gaman að því, og bein afleiðing strákapartýsins í gær, tel ég.  Þar sem Sindri Snær vissi ekki hvar við áttum heima fyrir þann tíma!!  Svo það er aldeilis gott ef trixið í að "veiða vini" hefur heppnast hjá okkur Cool

Jóhannes gat ekki verið einn og vinalaus, svo hann ákvað að kanna hvort vinur hans gæti leikið.  Jú, Bergþór Logi var til í tuskið.  Hafði einmitt beðið um það strax í morgun að fá að leika við Jóhannes...en þau voru ekki með símanúmerið okkar.  Jóhannes fór yfir til B.L. að leika.

Einar gerðist liðtækur og fór á haugana með fulla kerru.  Það hefur verið að safnast á hana í allt haust.  Hann var reyndar eitthvað smeikur um að hún væri ef til vill ryðguð föst...en var það greinilega ekki.  Svo nú getum við byrjað upp á nýtt að fylla á kerruna!!!  Það er alltaf nóg rusl sem berst hingað inn. 
Annars er endurvinnslan að bjóða endurvinnsluruslatunnu, þar sem hægt er að setja dagblöð og fleira.  Ætla að kanna þau mál...þegar ég er búin í prófinu!!!  Það er öllu sem hægt er að fresta, frestað fram yfir þann tíma!!!

Jæja, pásan er búin...nú snýst málið um þunglyndi og maníu... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hony

Ég var að gera spelt brauðið og kókoskúlurnar sem þú sendir mér í morgun,  þetta er búið að slá þvílíkt í gegn, algjört nammi :)

Gangi þér annars vel með lesturinn...fjarnámið mitt hefst á mánudaginn :)

Elín Eir (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Gaman að heyra. Þetta er algjört nammi, þessar kúlur eru bara snilld.

Takk fyrir það.  Spennandi að heyra með fjarnámið.

Heyrðu, jólakortið hennar Lilju var víst hjá mér...fann það í vikunni í pokanum sem jólagjafirnar hafa líklega verið í...!!! 

SigrúnSveitó, 21.1.2007 kl. 15:03

3 identicon

mmmm, ertu ekki til í að senda mér líka þessar kókoskúlur? 

Jóna (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband