16.1.2007 | 22:10
lesi les
Ég er að lesa sérstaklega skemmtilega kafla um "Kvalitet i socialpsykiatrien" eða "Gæði í félags-geð-geiranum". Athyglisvert. Vona bara að það sé hægt að heimfæra þetta eitthvað á batteríið hérna...verð að kanna það á morgun.
Nú fer að styttast ískyggilega mikið í prófið...ég er búin að finna (í samvinnu við leiðbeinandann minn) sjúklinga til að hafa í prófinu. Svo morgundagurinn fer í að grafa djúpt í þeirra sögu svo ég verði ægilega klár í þeirra málum. Svo er bara að finna geggjaða lausn á þeirra málum, og vúptsí...allt gengur upp!!!
Var ég búin að segja ykkur frá dagsetningunni á útskriftinni minni? 28. júní!!! Mér finnst þetta svo ótrúlegt, og þori eiginlega ekki að fullyrða neitt enn. Að ég sé bráðum að ljúka háskólanámi finnst mér náttúrlega bara hálfgert djók. Átti sko aldrei von á að ÉG gæti slíkt. En þökk sé ÆM og "leynifélaginu" þá er þetta allt að takast. Án þeirra hefði ég aldrei byrjað í þessu námi. Svo þetta er enn eitt kraftaverkið.
---
Jóhannes var bitinn illilega á leikskólanum í dag. Hann var að leika með STÓRAN löggubíl þegar einn guttinn á deildinni kom og vildi leika með bílinn. Jóhannes vildi ekki sætta sig við að bíllinn væri bara sí svona tekinn af honum og mótmælti meðferðinni. Þá reiddist hinn víst og lét tennurnar vaða í upphandlegginn á Jóhannesi. Það mætti gera mót af tönnum kauða...allt settið sést vel. Jóhannes er bólginn og marinn, en sem betur fer var þetta ekki gegnum húðina. Jóhannes sagði að þetta hafi verið "dáldið vont"!! En Jónína (besta kona og græna kona) bjargaði honum frá að vera étinn...
Annars ekkert að frétta. Ekkert nýtt af húsamálum. Veit ekki hvað er næsta skref, en ég þykist vita að Einar viti það
Erum að fara í stórafmæli á fimmtudaginn. Heimsins besta tengdamamma verður sextug. Mér finnst svo stutt síðan hún varð fimmtug...en það var einmitt 3 mánuðum áður en við fluttum til Danmerkur...Svona líður tíminn hratt.
Best að lesa aðeins meira...
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið áttu yndislega dóttur. Hún kom áðan og fékk bók hjá mér og gerði sér lítið fyrir og kippti tveggja daga skammti af dagblöðum með sér. Ég hef ekki treyst mér niður vegna bakverkja og dúllað mér bara heima í tvo daga. Meira krúttið! Takk fyrir að eiga svona æðisleg börn. Er búin að setja mynd af þeim á Moggabloggið mitt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.1.2007 kl. 19:36
Oooohhh, ég segi nú Takk sömuleiðis, fyrir að vera svona yndisleg og taka svona vel á móti henni alltaf. Það er svo mikils virði fyrir okkur. Knús...
SigrúnSveitó, 17.1.2007 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.