Leita í fréttum mbl.is

MMMMM...

...Mánudagur í mér í dag, erfitt að komast í gang í morgun, en það hafðist.  Ég er ekki morgunmanneskja, og spurning hvort ég verði það einhverntímann...  En ég sem sagt komst í gang, var lengur á leiðinni í vinnuna vegna hálku, en það var svo gaman í vinnunni - eins og alltaf. 

Prófið hangir samt eins og skuggi yfir höfðinu á mér og mér finnst ég náttúrlega ekki hafa lesið nóg og svoleiðis.  Ég veit líka um hvað þessi ótti minn snýst, hann snýst eins og alltaf um ÁLIT ANNARA!!!  Hvað myndi fólk nú hugsa (eða segja) um mig ef ég fell?!  Alltaf það sama.  Ótrúlegt hvað þetta er lífseigur djöfull sem ég dreg með mér...  Þetta er minn stærsti og feitasti brestur; ÓTTI VIÐ ÁLIT ANNARA.  

En núna held ég að ég fari að sofa...verði úthvíld og hress á morgun.  Fæ að sjá manninn minn í fyrramálið, verð pottþétt steinsofandi þegar hann kemur heim upp úr miðnætti í kvöld/nótt.  Hann fór að vinna á kvöldvakt+næturvakt í gær, kom heim í morgun þegar við vorum farin, svaf og var svo farinn aftur áður en við komum heim.  Hlakka til að sjá hann InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váts, ég kannast sko við þenna ótta við álit annara. Ótrúlegt :) !!  Gangi þér vel að díla við hann kv Ingvar 

Ingvar Ari Arason (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 23:32

2 identicon

ooojjj, ég ætlaði ekki að segja neinum frá þessu prófi...einmitt út af óttanum...en prófið er sem sagt mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.  Verklegt fyrstu tvo dagana og svo munnlegt síðasta daginn...úúúhhhh....scary....

óttabelgurinn sjálfur... (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 09:22

3 identicon

Sæl mín kæra.. allt á fullu hjá ykkur eins og vanalega.. Ætlaði bara að reyna að hjálpa þér aðeins fyrir prófin, sá að þú varst að leita að þýðingu á empathy og í íslenskum hjúkrunarliteratúr er þetta kallað samhyggð..

Gangi þer vel að læra og gangi þér vel í prófinu, hef ekki trú á neinu öðru en að þú standir þig vel. kv. SAlný

Salný (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, mín kæra.  Verðum í sambandi þegar þessari törn líkur...

SigrúnSveitó, 16.1.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband