14.1.2007 | 22:09
Sundferð og kannski eitthvað fleira
Við fórum sem sagt í sund þarna í dag. Þetta er nú alveg einstakt að geta farið í sund í -4° og allt í snjó í kringum okkur. Rennibrautin var ekki opin, það var skafl í henni. En vatnið var heitt og notalegt. Ég er ekki hissa að útlendingar liggi flatir yfir þessu. Þetta er náttúrlega bara frábært. Og það meira að segja þó ég sé ekki sérlega mikið gefin fyrir sund. Mér finnst það ekki mjög gaman...en þetta var samt frábært því gleðin hjá börnunum var svo stór. Við höfum ekki farið mjög lengi, Jóhannes hefur ekki farið í sund síðan áður en hann skar sig í fótinn...og ég held það hafi verið í október. Það er náttúrlega skammarlegt, sérstaklega í ljósi þess að sundlaugin er í 5 mín. göngufæri og það er frítt fyrir börn í sund og kostar bara 220 íslenskar krónur oní...!!! (Við fórum samt á bílnum...og svo ég afsaki mig...ég er félagslega fötluð á fæti...og þurfti líka að fara í búð...)
Svo komum við heim og vitiði hvað?!! Börnin héldu áfram að rífast!!! Það er sérlega slæmt samkomulag milli Ólafar Óskar og Jóns Ingva þessa dagana. Vona að það lagist fljótlega...þetta er erfitt fyrir alla, og ekki minnst þau sjálf.
En við létum það ekki á okkur fá, fengum okkur fiskibollur al´a tengdó í kvöldmatinn og svo lásum við "Fíasól á flandri"...eða tvo kafla...frábær bók. Jón Ingvi liggur alltaf í hláturskasti yfir Fíusól enda segir hún ýmislegt eins og "Kúkalabbi" og fleira fyndið!!!
Svo hætti ég að lesa um "virka hlustun" og hin ýmsu form líkamlegrar tjáningar (sjáið hvað ég er orðin klár á íslensku!!! Allt mínum dyggu lesendum að þakka. Þeir sem ekki hafa getað kommentað hjá mér hafa gert sér lítið fyrir og haft upp á netfanginu mínu!!! Ekki slæmt. Gott að kunna að biðja um hjálp!!!).
Núna er ég að lesa hvað Kari nokkur Martinsen segir um "umhyggju". Aldrei að vita nema ég geti fundið eitthvað gagnlegt þar.
En núna er kl. 22.08...ég ætla að fara að sofa svo ég nái kannski eins og tæpum 8 tímum... Einar er að vinna svo strákarnir fengu að sofa upp í...Ólöf Ósk er búin að panta plássið næst þegar Einar fer á næturvakt. Ég þarf ekki að óttast að þurfa að sofa ein...litla kuldaskræfan ég.
Góða nótt, elskurnar.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einir (einir, getiur maður sagt það?) vinir okkar keyptu sér rúm um daginn sem er 2.10 í breiddina, lotts of space. Ekki svo galin hugm. með 3 börn
Jóna (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 10:15
Nei, það er ekki svo galin hugmynd. Ég stakk einmitt upp á því við Einar að við myndum bara láta sérsmíða rúm inn í nýja húsið...þannig að svefnherbergið yrði bara eitt stórt rúm!!!
...honum líst ekki eins vel á þessa hugmynd...
ég sjálf að vinna (gaman, gaman) (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 13:29
Ég er með frábæra bók handa Ólöfu Ósk, ekta gelgjubók :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.1.2007 kl. 16:01
Já, hún var að tala um að þú værir með einhverja bók. Mjög spennt, litli lestarhesturinn minn.
SigrúnSveitó, 15.1.2007 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.