Leita í fréttum mbl.is

Jæja snillar

Nú vantar mig meiri hjálp við þýðingar.  Orðabókin mín er blankó...

Mig vantar íslenskt orð yfir "empati".  Wikipedia segir m.a. þetta:
Empati: er evnen til at genkende og forstå andres følelser. Det beskrives ofte som evnen til at sætte sig i andres sted (ikke at forveksle med sympati, som er evnen til at dele en følelse med en person, dvs. at man selv oplever samme følelse som personen). I empatien føler man sig ind i den anden, i sympatien føler man med den anden. Ifl. Lipps (tysk filosof) er empatien en følelse, der opleves som om, at den ikke tilhører os selv, men i stedet hører til en person eller et objekt uden for os selv.

Svo vantar mig líka íslenska þýðingu á þessu; "Aktiv lytning". Mér finnst alveg magnað hvað ég get verið gjörsamlega blankó á hvað eitthvað er á íslensku, þrátt fyrir að skilja orðin/orðin fullkomlega.

Er til eitthvað sem heitir "Virk hlustun" í íslensku? 

------

Áttum frábæran dag með fjölskyldunni heima hjá Erlu sys.  Ekta familíudæmi.  Einmitt það sem ég saknaði meðan ég bjó í Danmörku.  Very nice.  

Svo reddaði ég mér pössun fyrir 2. feb.  Elín sys. ætlar að koma frá Selfossi og passa mig og hjúkra ef á þarf að halda.  Annars að vera mér innan handar...  Ég fer í hnéaðgerð þennan dag og veit af fenginni reynslu að börnin mín þurfa aldrei meiri athygli og aðstoð en einmitt þegar ég á erfitt með að veita hana.  Svo til að hlífa mér fyrsta daginn ætlar þessi elska að koma. 
Það er gott að eiga góða að.
Svo kemur Erla sys kannski um kvöldið og við huggum okkur systurnar, þegar ormarnir okkar eru farnir að sofa.  Einar verður á kvöldvakt og þess vegna fjarri góðu gamni. 

That´s life in Akranes today Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan, var að koma af kvöldvakt og ætla að reyna að verða þér að liði.

Empati: Innsýn í líðan annara, skilningur, samúð.

Aktiv lytning: Virk hlustun, ekki reynt að koma með leiðandi spurningar. 

Magnea Móberg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 00:02

2 identicon

Hæ elskan, var að koma af kvöldvakt og ætla að reyna að verða þér að liði.

Empati: Innsýn í líðan annara, skilningur, samúð.

Aktiv lytning: Virk hlustun, ekki reynt að koma með leiðandi spurningar. 

Magnea Móberg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 00:03

3 identicon

Hæ hon.

Samkennd er líka notað talsvert um það að skilja tilfinningar annarra.

 Virk hlustun var 100% rétt þýðing hjá mömmu. Þetta er eitt af þeim hugtökum sem var að gera mig gráhærða í Kennó á sínum tíma.

kv. Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 08:50

4 Smámynd: SigrúnSveitó

takk elskurnar. Það er sem ég segi, það er gott að eiga góða að. 
kyssogknús...

SigrúnSveitó, 14.1.2007 kl. 11:00

5 Smámynd: SigrúnSveitó

ps. Lilja, ég skil vel að þetta hugtak hafi verið að gera þig gráhærða...

...það er kannski hluti af skýringunni á öllum mínum gráu hárum...

SigrúnSveitó, 14.1.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband