Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hann á afmæli í dag...

...hann á afmæli í dag...

Elskulegur mágur minn, Eysteinn Þór, á afmæli í dag.  

Eysteinn Þór Jón Ingvi tryggði að ég myndi ekki gleyma þessu...hann hefur víst erft þennan eiginleika að muna öll afmæli...þegar hann var kominn upp í, gærkvöldi þá sagði hann; "Mamma, verður Eydi ekki 43 ára á morgun?!"  

Júbb, mikið rétt!

Elsku Eysteinn, við sendum þér fullt af kærleiksfullum hugsunum í dag - sem og reyndar alla daga - og vonum að þú eigir yndislegan afmælisdag.  

Knús&kossar frá okkur hér.


Jæja...LOKSINS!!!

Ég fór upp í hús í gær og MUNDI eftir myndavélinni!!!  Einar var klæddur í kappgalla svo hann fór út í élina og tók myndir.  Fullt af þeim komið inn á heimasíðu barnanna!!  En það er best að sýna ykkur eina hér...; 

Seljuskógar 7, 25. nóv. 07 Við borðum í húsinu í fyrsta sinn í gær.  Fasteignasalinn var að sýna íbúðina svo við fórum, ég og krakkarnir, upp í hús með nesti; nýbakað kryddbrauð, smjör og ost, og svo nýlagað kaffi...og safa fyrir börnin ;) Það var gott að vera í lopapeysu, því það hlýnar líklega ekki mikið fyrr en búið verður að einangra loftin...og loka öllum gluggum...en það á eftir að setja gler í gluggana að norðanverðu.  

Annars lítið að segja, mikil vinna framundan...næstu 7 daga...tvær aukavaktir...svo það verður gaman að fá útborgað 1. jan.!!!

Verð að rjúka... 


24. nóvember!!!

Fyrst þetta: Ég veit það er komið fram yfir miðnætti og þess vegna 25. á færslunni...get samt sagt að ég mundi eftir að senda sms...gleymdi bara að setja inn færslu...en hún kemur hér!!!

Elsku vinkonan mín, hún Maja pæja á afmæli.  35 ára skutlan sú.  Ég kynntist Maju þegar eldri strákurinn hennar, hann Nicklas, byrjaði í leikskólanum með Jóni Ingva í Græsted.  Þá var Maja nýflutt til Græsted.  Man enn eftir því þegar Maja kom fyrst í kaffi, Rakel kom líka...hún kom með Baby Ruth (geggjaða köku...og ég át á mig gat...þetta var árið áður en ég hætti að borða sykur...í 1. sinn).

Við áttum góða stund saman yfir kaffibollUM og spjalli, og þeir áttu eftir að verða margir kaffibollarnir sem við sumbluðum saman.  

Elsku Maja, ef þú lest þetta; Innilega til hamingju með afmælið, sætan mín.  Sjáumst í sumar...bæði hér og þar...vonandi Wink

Maja pæja


Nú er ´ann enn að norðan...

...NÆÐIR...!!!

Rosalega getur norðanáttin verið KÖÖÖÖÖÖLD!!!!!!

Og ekki orð meira um veðrið!!!

---

Fór með Jóhannes í íþróttaskólann.  Það er hrein unun að sjá þennan dreng spreyta sig þar, hann er með stórt bros sem nær eyrnanna á milli og augun ljóma.  Hann hreinlega elskar að íþróttast :) (ekki frá mér fengið...)

Á morgun ætlar Jón Ingvi svo að reyna fyrir sér í körfuboltanum!!!

Við kíktum í kaffi til Jónu (konu tengdapabba) og enduðum á að bjóða þeim hjónakornunum í mat í kvöld.  Ég ætla að bjóða upp á brúðkaupssúpu og haframjölsbollur

Svo er ég búin að vera að reyna að taka til...ætlaði að þrífa líka...en það bíður til morguns!  Ég rusla bara meira út því meira sem ég geri...er sko að reyna að pakka aðeins niður stássinu svo það sé pláss fyrir jólaskraut...aðventan að bresta á um næstu helgi og svona... 

En nú þarf ég að setja bollurnar í ofninn.  Love... 


Best að segja ykkur eitthvað...

...kannski eitthvað af viti...kannski ekki LoL

Var að koma heim eftir temmilega langan dag.  Var að vinna 8-16 og brunaði svo og sótti Jóhannes, svo heim og sótti Ólöfu Ósk og Jón Ingva...svo æddum við niður í Nínu og keyptum gúmmítúttur handa skvísunni...svo upp á Jaðarsbakka (sem er íþróttamiðstöðin "okkar"...fyrir þá sem ekki þekkja til á Skaganum), þar bættum við tveimur stelpum í bílinn og svo var brunað eitthvert lengst upp í sveit.  Sundhópurinn hennar Ólafar Óskar var sem sagt að fara í sumarbústað í sólarhring.  Svona hópefli.  Foreldrar skiptu með sér keyri og sæki, svo ég þarf ekki að fara á morgun.  Bað sjálf um að fá frekar að fara í dag...því þá gat ég verið í samfloti með einhverjum...því ég rata ekki mikið á þessum landsfjórðungi...utan hringvegar 1!!!

Á heimleiðinni komum við svo við í einn kaffibolla hjá Erlu sys.  Mikið gott að hún býr í Borgarnesi núna, en ekki Súðavík!!!   

Sagði ég ykkur að ég fór í saumó í fyrrakvöld.  Rosa gaman.  Valkyrjuklúbburinn.  Það er hópurinn sem ég kynntist þegar ég bjó í Dk, "íslenskar mæður í útlöndum".  Núna erum við 5 fluttar heim, frá hinum ýmsu löndum, og hittumst ca annan hvern mánuð.  Það er rosa gaman.  

Svo var mér að berast boð í annan saumaklúbb; frænkuklúbbinn.  Það er sko frænkuklúbburinn í minni föðurætt (er sko líka í frænkuklúbb í Einars familíu)...alveg handavinnuóð kona hér á ferð!!! Og ég tek þetta alvarlega með SAUMAklúbb, reyndar prjóna ég...en hinar láta sér oftast nægja að borða, tala og drekka kaffi!!  Frænkuklúbburinn í minni fjölskyldu hefur verið starfræktur í afar mörg ár.  Ég tók þátt í nokkrum slíkum kvöldum á vorönn 1990!!  Þá bjó í hjá ömmu og mætti samviskusamlega og hafði gagn og gaman að.  Svo þegar ég bjó í DK þá kom hópurinn eitt sinn til Køben í byrjun desember og hélt þar sína árlegu jólagleði.  Þá fór ég og hitti þær og fór með þeim út að borða.  Mjög gaman, enda skemmtilegar konur þar á ferð!  

Jamm.  Þetta var það sem lá mér á hjarta í dag.  Ég er ekki enn búin að taka myndir af húsinu...ég veit...skamm, skamm...en ég get sagt ykkur að það er búið að setja útidyrahurðir í og það er búið að loka bílskúrshurðargatinu...svona til bráðabirgða, það tekur einhverjar vikur að fá hurðina...

Jæja, ætla að skella mér í að glápa á nokkra þætti af vinum...meðan ég bíð eftir mínum heittelskaða sem skrapp í höfuðborgina...

Knús&kærleikur... 


Verklegar framkvæmdir...

Þessir menn eru að setja upp hindranir fyrir bíla svo að þeir leggi ekki upp á gangstétt fyrir utan írskan sportbar.

Þeir eru að ganga frá eftir daginn.

Hvað ætli það taki þá langan tíma að átta sig á þessu???


Ég fékk þetta í tölvupósti...

...haldiði að þetta sé satt???  Eða bara sjúkur djóker????

Guðmundur Rúnar Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður
Ástæða þessa erindis míns kemur ekki til af góðu en ég tel rétt að allir fái að vita af þessu og hafi til hliðsjónar.

Ég fór í fíkniefnaleit með hundinn minn í ónefndan verslunarkjarna og eðli málsins samkvæmt beindist sú leit mikið til að almenningssalernum sem þar eru. Það sem vakti athygli mína var það að hundurinn minn sýndi 3 klósettrúlluhöldurum áhuga og var klósettpappír inni í þeim öllum.  Ég benti öryggisverðinum sem fylgdi mér á þetta og sagði hann mér að það hafi komið þó nokkrum sinnum að starfsmenn sem vinna við þrif hafi fundið notaðar sprautur og nálar á klósettunum eftir fíkniefnaneytendur og þá hafi einnig komið fyrir að áðurnefndir fíkniefnaneytendur hafi, eftir að hafa sprautað sig, stungið nálunum upp í gegn um klósettrúllurnar til að hreinsa þær og þannig skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum.   Þetta vakti með mér óhug og spurningar og mér finnst rétt að þið vitið af þessu.
 


Hausinn minn og Jólaföndur

Fyrst smá um hausinn minn...  Ég er lukkuleg og alls ekki feit í dag LoL Takk fyrir öll skilaboðin við færslu gærdagsins.  Og takk, Lilja Kissing.  

Í dag ætla ég að vera góð við sjálfa mig, tala fallega við mig og koma að öllu leiti fram við mig eins og ég kem fram við vinkonur mínar, og fólkið í kringum mig.  Ekki lemja mig í hausinn þó einhverjar ójöfnur séu þar og hér...kommon, ég er 37 ára og á að baki ýmislegt, þar á meðan þrjár meðgöngur!!!

Og ekki orð um það meir!!! 

--- 

Fór í jólaföndur á leikskólanum, við rétt skruppum og svo heim aftur að því loknu, ég og Jóhannes.  Mér finnst skrítið hvað foreldrar eru ekki eins velkomnir hérna á leikskólanum eins og þar sem við vorum úti í Danmörku.  Veit ég hef sagt þetta áður.  Mér finnst bara eins og það eigi að sjást sem minnst af okkur foreldrum, en þó eru þær sem passa Jóhannes farnar að venjast því að ég komi mikið inn og spjalli við þá sem fyrir verða.  Fer jafnvel inn í eldhús og næ mér í kaffibolla...  Ég fann í byrjun að þetta var ekki það sem þær voru vanar, en ég geri þá kröfu að þekkja fólkið sem er að passa drenginn minn á daginn.

Svo er ýmislegt svo ægilega mikilvægt í leikskólanum að það þykir sumum betra að hann sé þar heldur en heima.  Ég er á því að leikskólinn er ÞJÓNUSTA fyrir foreldra, ekki GEYMSLUSTAÐUR!!!  Þegar ég er í fríi þá er Jóhannes stundum í fríi eða þá stuttan dag á leikskólanum.  1-2 daga í viku er ég á dagvakt og þá er hann 8½ tíma á leikskólanum sem er of mikið að mínu mati, en ég er þakklát fyrir að það er bara þennan 1-2 daga í viku...!!!  

Ekki misskilja mig, leikskólinn er góður og gott starf sem þar fer fram.  Og Jóhannesi líður vel þar.  En okkur líður best með að hafa frjálsræði sem hentar okkur. Og þannig verður þetta. 

Ég verð að segja að ég sakna enn leikskólans í Danmörku (Úrsúla og Jóhanna...hvað segið þið??!!!Wink)  Jóhannes sagði líka í gær, með tárin í augunum...ég vildi að við ættum ennþá heima í Danmörku, þá gæti ég farið í jólasveinafötunum í leikskólann!!!  Því þar máttu börnin vera eins klædd og þau langaði, og t.d. máluð í framan ef þau vildu.  Ég er hreinlega ekki viss um að Jón Ingvi hefði lifað íslenskan leikskóla af...

Nóg um það.

Það var GAMAN í jólaföndrinu, og við gerðum ýmislegt og hittum fólk til að spjalla við.  Fórum svo heim og ætlum að elda hakkebøf fyrir Einar og Ingvar í hádegismat!!!

Bless í bili... 


Var að koma heim úr ræktinni...

...og er alsæl með árangurinn.  Fór sko í vigtun og mælingu...  Ég byrjaði að æfa 20. sept. og því er vigtunar-og mælingardagur 20. hvers mánaðar.

Nema hvað.  Þetta eru niðurstöðurnar:

- 6,8 cm af rassi
- 3,9 cm af  mitti
- 6,0 cm af maga
- 2,8 cm af mjöðmum
- 6,4 cm af lærum (til samans, altså 3,2 af hvoru)
- 4,0 cm af handleggjum (til samans...)

- 1,9 kg og - 2,1% líkamsfita.

---

Ég var alveg að guggna á að fara í mælingu, því eins og mörg ykkar hafa eflaust vitneskju um, þá er ég töluvert brengluð þegar kemur að eigin bodyimage...finnst ég oft ÓGEÐSLEGA feit, jafnvel bara örfáum klukkustundum eftir að mér hefur þótt ég mjög fín.  

Eins og ein sagði - á öðru bloggi - "it´s all in your head"!!!  

Ég er samt miklu betri "in my head" þegar ég er svona sykurlaus og er þakklát fyrir að vera sykurlaus.  Því með sykri ég er stórlega klikkuð þegar kemur að þessu með líkamann...ég er þeim eiginleikum gædd að ég get fitnað um 15 kg af EINUM, LITLUM bita af súkkulaði...eða það segir hausinn...og spegillinn...!!!  

That´s me!!!

Best að hætta þessu bulli og fara fram og borða hollan og staðgóðan morgunverð!!!

Elska ykkur...og vona að fleiri kvitti í dag en í gær!!!  Endilega athugasemdir við mínum klikkaða haus...hahaha...LoL ...það eru kannski fleiri þarna úti með svona haus??!!! (Ég veit að ég er ekki ein, það er svo bjútifúl, það er fólk sem skilur mig...svo er líka fullt af fólki sem skilur þetta ekki og ég segi bara lökkí þið!!!Wink)


Kanilterta frá mömmu

Best að smella hér inn uppskriftinni að kaniltertunni sem Valdís fékk áðan:

 

Kanilterta frá mömmu

350 gr hveiti
350 gr sykur
350 gr smörlki - mjúkt
2 egg
1 ½ tsk kanill

 

4 botnar
20 mín 175°c
 

Á milli:
2 p rjómi
súkkulaðispænir 

 

rjóminn þeyttur, súkkulaðispónum blandað saman við og sett á milli botnanna.

krem:
4 eggjarauður
60 gr flórsykur
50 gr smjörlíki
100 gr súkkulaði - dökkt

Eggjarauður og fljórsykur þeytt saman, smjör og súkkulaði brætt saman og hellt yfri eggjablönduna og þeytt.  Kremið er sett á efsta botninn og beint í frysti.

Tekið úr frysti 24 tímum áður en borið fram.

Þykir með eindæmum góð, og er bökuð hérna einu sinni á ári; fyrir afmæli prinsessunnar - að hennar ósk. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband