Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Myndir

Hellú, jæja, ég er búin að setja inn myndir á heimasíðu barnanna, myndir úr bústaðarferðinni okkar um helgina.

Svo setti ég inn smá handavinnumyndir á flickrið mitt.

Annars er lítið að frétta. Ég fer til doksa á eftir og þá ræðum við væntanlega hvenær ég má fara að vinna...ég ætla í næstu viku! Eigi síðar!! 

Einar er enn heima eftir sína aðgerð, fékk svaka sýkingu í sárið og hendin var öll rauð og bólgin, með tilheyrandi verkjum Frown Svo hann er á sýklalyfjum og svo þurfti að spretta sárinu upp. Svo hann hefur hvorki getað farið í vinnuna né smíðað neitt...sem er náttúrlega erfitt fyrir orkuboltann minn InLove

Í gær fengum við yndislega heimsókn, Rakel vinkona sem býr í Danmörku, er á Íslandi með familíjuna sína og þau komu. Alveg yndislegt að hitta þau og eyða tíma með þeim.

Annars er vikan búin að vera annasöm hjá mér í gestagangi, það var saumó hjá mér á mánudaginn og í gærkvöldi komu gamlar og góðar vinkonur í heimsókn. Stelpurnar sem ég var með að Stígamótum 1994, við höfum haldið hópinn æ síðan og sækjum styrk í hvor aðra. Bara ljúft að hittast.

Svo er saumó með gömlu vinnunni í kvella á kaffihúsinu.

Sósjalvika hjá mér!! Það er ýmist í ökla eða eyra, þannig er það bara oft, og alls ekkert til að kvarta yfir nema síður sé. Bara ljúft að eiga svona marga og góða vini. 

Jæja, best að klára kaffið og koma mér í sturtu...ekki ætla ég að hræða doksa...hann gæti haldið að Gilitrutt væri mætt á svæðið ef ég laga ekki í það minnsta á mér hárið...Whistling

Molinn:

Góðverk er næring þegar þú þegir yfir því.


Heimaverkefni barnanna...

Það eru einmitt svona atvik sem valda því að foreldrar ættu alltaf að líta yfir heimavinnu barna sinna áður en þau skila henni!

Stúlka í fyrsta bekk skilaði eftirfarandi teikningu:

heimaverkefni

 

 

Barnið tók myndina með sér heim aftur þegar búið var að gefa einkunn fyrir verkefnið og næsta dag færði hún kennaranum eftirfarandi orðsendingu frá móður sinni:

Kæra fröken Davis,
mig langar að útskýra dálítið í sambandi við teikningu barnsins míns. Þetta er EKKI mynd af mér í súludansi á nektarstað. Ég vinn í byggingarvöruverslun og var nýbúin að segja dóttur minni frá því hversu mikið við hefðum grætt á snjókomunni í síðustu viku. Þetta er mynd af mér að selja skóflur.

Frú Harrington.


Kransakakan klár!

Já, það er svona eitt og eitt að verða klárt fyrir fermingu, sem þó er ekki fyrr en eftir 2 mánuði og 1 dag!

Við mægður fórum á kransakökunámskeið hjá heimilisfræðikennaranum í Grundaskóla í kvöld. Svakalega gaman hjá okkur :)

Svo nú er kakan komin í frysti og fær að dúsa þar til 4. apríl!! Við erum meira að segja búnar að ákveða hvernig við ætlum að skreita kökuna! Mjög spennandi og kreatívt, finnst okkur sjálfum :) Myndir verða bara birtar eftir fermingu!

Annars er lítið að frétta, það gerist lítið á sófanum... Ég er þó búin að fara tvisvar út í dag, fór á fund í hádeginu og það var æði. Svo sem sagt í kvöld. Ég er líka alveg bara búin á því. Svo morgundagurinn fer örugglega mest fram á sófanum... ;)

Svo er róleg helgi framundan, og ekkert nema huggulegheit hjá okkur familíjunni.

Nenni ekki að skrifa meir...nema molann:

"Að vera hamingjusamur þýðir ekki að allt sé fullkomið. Það þýðir að þú hefur ákveðið að horfa fram hjá ófullkomleikanum." 


Prjóni pjón á sófanum!

Ég prjónaði bleika vettlinga í fyrrakvöld, litla og sæta. Á 3ja ára stelpuskott. Nú er ég að vona til að komast í *langferð*...alla leið í Borgarnes, jafnvel í næstu viku! Þar er prinsessuskott sem átti 3ja ára afmæli um daginn og á eftir að fá pakka frá frænku sín :)

Svo var ég að vandræðast í gær, á 2 dokkur af Alpaca garni, sem ég fékk í afmælisgjöf í leik sem ég tók þátt í á síðasta ári. Ég eyddi heillöngum tíma á netinu til að finna eitthvað til að prjóna úr því...fann svo eitthvað sem ég gat hugsað mér að gera...byrjað...rakti svo upp. Þetta garn er ekki alveg málið fyrir mig! Ég er meiri lopakerling. Svo ég byrjaði að enn einum ermunum, í þetta skiptið úr tvöföldum plötulopa! 

Áður er ég búin að gera einar rauðar (man ekki úr hvaða garni) og einar svartar með lopapeysumynstri, úr Alfa.

Svo var Jóhannes að leggja inn vettlingapöntun í morgun...hann sem fékk vettlinga í fyrradag...!!

Jamm. Svona er lífið á sófanum í dag...prjóni prjón...sófi um sófa frá sófa til sófa...

Molinn:

"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur"!!!!!


Nýi piparkökusöngurinn

Þegar piparúðinn notast,
lítill löggumaður tekur,
fyrst af öllu brúsa úr belti,
og svo æpa allir: GAS

Dælir úða yfir liðið,
undan honum getur sviðið,
Svona læra menn að vera ei með
þetta fjárans þras.

Þegar öllu þessu er lokið
sent er eftir sjúkrabílnum.
Svo er sprautað vatni í augun,
það er regla fín og forn.


Einn er alltaf fyrir gasi,
aldrei hættir þessu þrasi.
Hann er mikið heppinn maður því
að mamma hans er norn

Fátt er svo með öllu illt...

...að ei boði gott!

Svo er sagt! Og það sannast t.d. á því að mér er ekki sérlega ljúft að liggja flöt uppi í sófa endalaust, en er hins vegar búin að prjóna vettlinga á báða drengina okkar. Í gær á Jóhannes og í dag á Jón Ingva. 

Vettlingarnir eru að sjálfsögðu GULIR og SVARTIR = ÍA litirnir (fyrir þá sem ekki vita það...)

Vitiði, ég ætla að setja band í vettlingana hans Jóns Ingva, svona eins og voru á öllum vettlingum í minni æsku...því drengurinn týnir öllum vettlingum (já, reyndar ýmsu öðru líka...). Svo verður bandið nælt í úlpuna...ætli þetta geti klikkað???!!!

Núna, í skrifuðum orðum, áttum við hjónin að vera stödd í Seljahverfinu í Reykjavík, í paragrúppu. En ég ákvað að láta skynsemina ráða og við afboðuðum okkur. Nokkuð sterkt af mér, þó ég segi sjálf! Því oftar í lífinu hef ég látið óskynsemina ráða...og hvatvísina... En hver veit, kannski er ég loks að þroskast?!!!

Annars hef ég lítið að segja, hef legið hér í dag og í gær og í fyrradag...er orðin eins og sófi í laginu...NOT!! 

Jú, ég get sagt ykkur að ég held að vöðvarnir séu að rýrna...eða kannski er þetta það að ég hef ekki haft sérlega góða matarlyst síðan ég fór í aðgerðina...amk. er ég búin að léttast...ekki bara um þyngd legsins (held ég...veit svo sem ekki hvað það var þungt...en varla fleiri kíló...) því ég hef lést  ...svona virkar hausinn á mér... ;)meira eftir að heim kom. Hef ekki verið svona létt síðan á síðustu öld...!!! Og þetta finnst átröskunarhausnum á mér ekki neitt leiðinlegt... 

Ekki halda samt að ég sé að tala um MÖÖÖÖRG kíló...þetta snýst um 2 kg í allt...en fyrir hausinn á mér getur það skipt sköpum hvort vigtin 71,9 eða 72,1... Ég veit að fyrir þá sem eru með *heilbrigðan* haus að þá meikar þetta engan sens...en ég veit að margir af lesendum síðunnar skilja þetta MÆTAvel Wink 

Myndin lýsir mjög vel hvernig minn annars ágæti haus virkar! Það að borða ekki sykur gerir reyndar að ég er með aðeins *betri sjón*...ég verð raunsærri án sykurs og útlistþráhyggjan nánast hverfur. (Ég skrifaði *NÁNAST*!!!LoL)

Jamm. Annars get ég sagt ykkur að lífið er eintóm 

Myspace Comments, Glitter Graphics at GlitterYourWay.com

« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband