Leita í fréttum mbl.is

Myndir

Hellú, jæja, ég er búin að setja inn myndir á heimasíðu barnanna, myndir úr bústaðarferðinni okkar um helgina.

Svo setti ég inn smá handavinnumyndir á flickrið mitt.

Annars er lítið að frétta. Ég fer til doksa á eftir og þá ræðum við væntanlega hvenær ég má fara að vinna...ég ætla í næstu viku! Eigi síðar!! 

Einar er enn heima eftir sína aðgerð, fékk svaka sýkingu í sárið og hendin var öll rauð og bólgin, með tilheyrandi verkjum Frown Svo hann er á sýklalyfjum og svo þurfti að spretta sárinu upp. Svo hann hefur hvorki getað farið í vinnuna né smíðað neitt...sem er náttúrlega erfitt fyrir orkuboltann minn InLove

Í gær fengum við yndislega heimsókn, Rakel vinkona sem býr í Danmörku, er á Íslandi með familíjuna sína og þau komu. Alveg yndislegt að hitta þau og eyða tíma með þeim.

Annars er vikan búin að vera annasöm hjá mér í gestagangi, það var saumó hjá mér á mánudaginn og í gærkvöldi komu gamlar og góðar vinkonur í heimsókn. Stelpurnar sem ég var með að Stígamótum 1994, við höfum haldið hópinn æ síðan og sækjum styrk í hvor aðra. Bara ljúft að hittast.

Svo er saumó með gömlu vinnunni í kvella á kaffihúsinu.

Sósjalvika hjá mér!! Það er ýmist í ökla eða eyra, þannig er það bara oft, og alls ekkert til að kvarta yfir nema síður sé. Bara ljúft að eiga svona marga og góða vini. 

Jæja, best að klára kaffið og koma mér í sturtu...ekki ætla ég að hræða doksa...hann gæti haldið að Gilitrutt væri mætt á svæðið ef ég laga ekki í það minnsta á mér hárið...Whistling

Molinn:

Góðverk er næring þegar þú þegir yfir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svörtu ermarnar eru náttúrulegt æði.Eru þær til sölu?PLÍSSSSSSSSSSSSSSSS

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: JEG

Vonum það besta *krossa fingur*  Farðu vel með þig svkís. Kveðja úr sveitinni. 

JEG, 11.2.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stúlka! Það er betra að taka það rólega núna en liggja lengur síðar.

Þetta spakmæli var í boði Suðurlandsundirlendisins ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband