Leita í fréttum mbl.is

Kransakakan klár!

Já, það er svona eitt og eitt að verða klárt fyrir fermingu, sem þó er ekki fyrr en eftir 2 mánuði og 1 dag!

Við mægður fórum á kransakökunámskeið hjá heimilisfræðikennaranum í Grundaskóla í kvöld. Svakalega gaman hjá okkur :)

Svo nú er kakan komin í frysti og fær að dúsa þar til 4. apríl!! Við erum meira að segja búnar að ákveða hvernig við ætlum að skreita kökuna! Mjög spennandi og kreatívt, finnst okkur sjálfum :) Myndir verða bara birtar eftir fermingu!

Annars er lítið að frétta, það gerist lítið á sófanum... Ég er þó búin að fara tvisvar út í dag, fór á fund í hádeginu og það var æði. Svo sem sagt í kvöld. Ég er líka alveg bara búin á því. Svo morgundagurinn fer örugglega mest fram á sófanum... ;)

Svo er róleg helgi framundan, og ekkert nema huggulegheit hjá okkur familíjunni.

Nenni ekki að skrifa meir...nema molann:

"Að vera hamingjusamur þýðir ekki að allt sé fullkomið. Það þýðir að þú hefur ákveðið að horfa fram hjá ófullkomleikanum." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Hlakka til að sjá myndirnar af kökunni. 

Góður moli út í daginn.  Knús í hús og mundu þetta tekur tíma og enn lengri ef þú ert ekki þæg. 

JEG, 5.2.2009 kl. 09:17

2 identicon

Það er gott að taka kransaköku úr frysti nokkrum dögum áður en hún verður borðuð. Gangi þér vel.

Gyða (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband