Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ertu ekki að grínast?!!!!

Bíll kom... 

...gegnum vegginn...

Greinilega ekki feigur maður... 


Hæ hó!

Góðan daginn, elskurnar og ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar! Þið eruð alger yndi Kissing

Akkúrat núna stöndum við í planleggingum varðandi bílamál...hvernig ég kemst í vinnuna á sem hagkvæmastan máta...því strætó er ekki að henta...nema kannski stundum....

Meira um það síðar...

Ást... 


Stóra málið!!!

Jæja, elskurnar. Er að spá í að segja ykkur stóru fréttirnar!!!

Ég er að fara að skipta um vinnu. Er búin að segja upp vinnunni minni á Dvalarheimlinu Höfða og komin með vinnu á draumavinnustaðnum mínum: Geðdeild Landspítalans, 32A!!! 

Byrja þar eigi síðar en 1. nóvember!!! Og jafnvel fyrr...

Árið á Höfða hefur verið mjög gott og ég er mjög þakklát fyrir það sem ég hef fengið. Bæði reynslu í starfi sem og allt frábæra fólkið sem ég hef fengið að kynnast. Frábært starfsfólk og get ég með gleði í hjarta sagt að ég hef eignast þarna vini sem ég efast ekki um að verða vinir mínir áfram.

Svo hefur þetta starf líka gert að ég hef orðið hluti af samfélaginu Akranes, sem er mér ómetanlegt, þessi dreyfbýlistútta sem ég er Wink

Annað mikilvægt sem þetta ár hefur gefið mér, var að ég fékk að kynnast ömmu Báru enn betur en annars hefði orðið. Þar sem við Einar fluttum til Dk svo fljótt eftir að við byrjuðum að vera saman gerði líka að það tók okkur miklu lengri tíma að kynnast fjölskyldu hvors annars. Þess vegna er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið þennan tíma með Báru. Stórbotin persóna, sem ég lærði helling af. 

En nú er kominn tími til breytinga.  Þetta var aldrei spuring um HVORT heldur HVENÆR, því ég vissi vel að ég sneri tánum í átt til 32A.  Ég fékk frábær viðbrögð frá deildarstjóranum og öðrum hjúkrunarfræðingum sem unnu með mér námstímann minn þarna, og það er frábært að upplifa.

En ég fékk líka að vita það frá mínum yfirmanni að þær ættu eftir að sjá eftir mér og það þótti mér óendanlega vænt um.  Eins og ég sagði við hana þá mun ég ekki brenna neinar brýr að baki mér. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber með sér.

Núna get ég bara sagt þetta:

myspace layouts



Góðan daginn!!!

Ekki orð meir um ÍA og fótbolta...

---

Ég svaf yfir mig í morgun...Jón Ingvi kom inn kl. 10.30 og spurði mig hvort það væri golf í dag...ooooohhhh....æfingin byrjaði kl. 10...hann vildi ekki fara þar sem æfingin var hálfnuð. Veðrið reyndar ekki gott til golfiðkunar, rigning og rok en ég veit þau eiga að vera inni í fræðslu þegar veður er slæmt.

Jón Ingvi fyrirgaf mér og ég setti golfæfingar inn í símann hjá mér sem framvegis mun væla og minna mig á...og vekja mig ef á þarf að halda...þetta er náttúrlega ekki nógu gott...!!! Verð og ætla að bæta mig!!!

Annars er ég að bíða eftir símtali...sem getur haft stórar breytingar í för með sér...meira um það síðar...

--

Strákarnir okkar komu mér á óvart áðan...þeir eru ekki vanir að nenna út þegar það er rigning og rok, en fótboltaáhuginn er slíkur að þeir æddu út í rigninguna og rokið áðan og Jóhannes að sjálfsögðu bara á stuttbuxum og bol! Þeir voru örugglega úti í hátt í hálftíma!!! Og komu rennblautir, það lak úr hárinu á þeim, blautir sokkar og alles, og þeir voru skælbrosandi Grin Ekki amalegt. Svona eiga börn að vera Tounge

Jæja, ég ætla að snúa mér að matseldinni...er að undirbúa gestkvæma viku, er í skrifuðum orðum að steikja slatta af beikonbollum sem verða á boðstólnum á miðvikudagskvöldið! 

En nú er tölvan mín komin með hita...verð að leyfa henni að hvíla sig...

Sí jú leiter... 


6-1

Fyrir Breiðablik...

Sem sagt Skagamenn töpuðu feitt og ég fæ ALDREI að fara með á völlinn aftur...!!  Mér er sagt að þeir hafi ekki tapað svona stórt í einhverja tugi ára...svo ég er ekki heillagripurinn sem menn héldu (eða maðurinn minn sko) neibb, ég er Óheillakráka Devil

Og ekki nóg með það, heldur er ég gegnköld, þrátt fyrir að vera búin að sitja í bílnum í tæpa klukkustund og vera komin heim. Er í flíspeysu og tempurinniskóm og ég held ég skríði undir sæng...kkkkkaalllllt....Skiljú?!!!

Jamm...þetta var all folks...lov jú Heart


Eins gott að þeir vinni...

...ojojoj...rigning og slagviðri...okokok...vera JÁKVÆÐ...LoL

Eins og í Græsted forðum!

Í gær fórum við í barnaafmæli, sonur Hemma og Birnu, vina okkar frá Danmörku, átti afmæli.  Afmælið var haldið við bústað fjölskyldunnar í Kjósinni, og þar sátum við úti ALLAN daginn og áttum frábærar stundir. Það má eiginlega segja að veislugestir hafi skipst í tvo hópa; fjölskyldan þeirra og vinir og svo hinn hópurinn var vinahópurinn frá Danmerkurtímanum.

Við Einar vorum að tala um það á leiðinni heim að þetta var bara eins og að vera komin í garðpartý heima hjá okkur í Græsted, þar sem hópurinn góði var saman kominn.  Þetta var algerlega dásamlegur dagur, í stórkostlegu umhverfi með yndislegu fólki.

Hemmi og Birna, EF þið lesið þetta: ÁSTARÞAKKIR fyrir mig og mína.

--

Planið í dag er svo sem ekki mjög spennandi...að mínu mati, en ég ætla þó að láta hafa mig út í það... Málið er að Skagaliðinu hefur gengið vægast sagt illa á Íslandsmótinu í sumar...og - ekki spyrja mig hvers vegna en - maðurinn minn hefur fengið þá grillu í hausinn að hlutirnir muni snúast við og Skagamönnum fara að ganga vel ÞEGAR ég kem með á völlinn...!! Jamm, I dón´t knóv...EN þetta er hans trú...svo ég ætla að láta mig hafa það - fyrir elskuna mína - að fara á völlinn í kvella... Hverjum hefði dottið í hug að ég myndi gera slíkt? Ekki mér...ÍA

Þannig að: ÁFRAM ÍA!!!! 

That´s life...

Later...! 


Ákall um hjálp

Halla Rut hefur óskað eftir aðstoð við að vekja athygli á vandamáli vinkonu sinnar sem berst við erfiðan sjúkdóm og vantar hjálp.  Í stað þess að endurprenta upplýsingarnar um vandamálið þá vísa ég á færslu Höllu Rutar um þetta.  


Þegar skvísan okkar...

...var lítil, þá söng ég "Þitt fyrsta bros" oft fyrir hana. Það var svo táknrænt fannst mér. Því áður en hún varð til, þá var myrkrið svo svart í huganum mínum. Koma hennar inn í líf mitt varð mín björgun, loksins var komin ástæða til að lifa.

Þegar ég horfði á hana, hélt á henni, þá fann ég ástina vaxa, til hennar og til lífsins. 

Þitt fyrsta bros

Þú kveiktir von um veröld betri
mín von hún óx með þér.
Og myrkrið svarta vék úr huga mér um stund,
loks fann ég frið með sjálfum mér.

Það er svo undarlegt að elska
- að finna aftur til.
Að merkja nýjar kenndir kvikna,
að kunna á því skil
hvernig lífið vex og dafnar í myrkrinu.
Að hugsa um þig hvern dag, hverja nótt
er skylda sem ber umbunina í sjálfri sér.

Þitt fyrsta bros, þín fyrstu skref, þín fyrstu orð.
Þín fyrstu tár, þín fyrsta sorg, þín fyrsta hrösun.
Þín fyrsta ást, þinn fyrsti koss, þín fyrstu ljóð.
Mér finnst þú munir fæða allan heiminn alveg upp á nýtt.

       Ólafur Haukur Símonarson / Gunnar Þórðarson

 


Tíminn líður áfram...

...í þægilegu tempói. Ég er í sumarfríi, strákarnir eru heima og skoppa um, ýmist í fótbolta eða öðrum leik. Og þeir nota tölvutímann sinn til að spila fótboltaleiki á netinu...hvað annað?!!!

Sólin skín, það er sumar.

Held ég fái mér göngutúr með strákana í dag þegar Einar fer í vinnuna. Annars er ég alltaf að reyna að fá Jóhannes til að æfa sig á hjólinu svo við getum hjólað saman...en hann frestar því alltaf til morguns... Hann er búinn að læra það...en er tregur til.  Kannski blundar enn í honum smá ótti síðan bíllinn bakkaði á hann s.l. vor...  Þrátt fyrir að smella sér upp á hjólið strax aftur. En kannski hefur það ekkert með þetta að gera, en er tilkomið vegna þess að hann ætlar ALLTAF að sitja aftan á hjá múttu sinni...LoL 

Annars smellti ég í bollur áðan...spennt að sjá hvort Jón Ingvi vilji borða þær...í grunninn notaði ég uppskrift að "Bamses sødeste juleboller" en notaði fínt og gróft spelt og svo smellti ég sólblómafræjum og hörfræjum í mixarann og hakkaði fínt... Læt ykkur kannski heyra síðar hvernig þetta heppnaðist...þær eru sko í hefun núna.

Framundan eru góðir dagar, á morgun förum við í afmæli hjá Emil Ísari Hemmasyni og Birnusyni. Það er alltaf gaman þar, vinir frá Danmerkurtímanum. Ekki slæmt.

Í næstu viku eigum við svo von á fleiri vinum frá Danaveldi, Maja, Kenneth og strákarnir eru að koma til Íslands í kvella og ætla að heimsækja okkur einhvern af næstu dögum.

Og svo koma Lilja og familía til okkar á þriðjudag og verða fram á laugardag. Þá verður sko nóg að bralla.

Jæja, best að gera eitthvað...þrífa inni á baði eða eitthvað. Ég er sko komin með plan upp á frystiskáp, svona þrifaplan...hugmynd frá Lilju sys. sem er enn skipulagðari en ég...þykir þó einhverjum nóg um mína skipulagningu...Tounge En þetta er sum sé plan yfir allt sem á að þrífa hér, viku, hálfsmánaðar og mánaðarplan...og svo er hægt að strika yfir það sem er BÚIÐ OG GERT!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband