Leita í fréttum mbl.is

Stóra málið!!!

Jæja, elskurnar. Er að spá í að segja ykkur stóru fréttirnar!!!

Ég er að fara að skipta um vinnu. Er búin að segja upp vinnunni minni á Dvalarheimlinu Höfða og komin með vinnu á draumavinnustaðnum mínum: Geðdeild Landspítalans, 32A!!! 

Byrja þar eigi síðar en 1. nóvember!!! Og jafnvel fyrr...

Árið á Höfða hefur verið mjög gott og ég er mjög þakklát fyrir það sem ég hef fengið. Bæði reynslu í starfi sem og allt frábæra fólkið sem ég hef fengið að kynnast. Frábært starfsfólk og get ég með gleði í hjarta sagt að ég hef eignast þarna vini sem ég efast ekki um að verða vinir mínir áfram.

Svo hefur þetta starf líka gert að ég hef orðið hluti af samfélaginu Akranes, sem er mér ómetanlegt, þessi dreyfbýlistútta sem ég er Wink

Annað mikilvægt sem þetta ár hefur gefið mér, var að ég fékk að kynnast ömmu Báru enn betur en annars hefði orðið. Þar sem við Einar fluttum til Dk svo fljótt eftir að við byrjuðum að vera saman gerði líka að það tók okkur miklu lengri tíma að kynnast fjölskyldu hvors annars. Þess vegna er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið þennan tíma með Báru. Stórbotin persóna, sem ég lærði helling af. 

En nú er kominn tími til breytinga.  Þetta var aldrei spuring um HVORT heldur HVENÆR, því ég vissi vel að ég sneri tánum í átt til 32A.  Ég fékk frábær viðbrögð frá deildarstjóranum og öðrum hjúkrunarfræðingum sem unnu með mér námstímann minn þarna, og það er frábært að upplifa.

En ég fékk líka að vita það frá mínum yfirmanni að þær ættu eftir að sjá eftir mér og það þótti mér óendanlega vænt um.  Eins og ég sagði við hana þá mun ég ekki brenna neinar brýr að baki mér. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber með sér.

Núna get ég bara sagt þetta:

myspace layouts



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

FRÁBÆRT!! Til hamingju! Rétt kona á réttum stað

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 18:25

2 identicon

Gott fólk er vandfundið.Góð manneskja sem þau fá til vinnu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Hugarfluga

En spennandi! Hjartanlega til hamingju!

Hugarfluga, 21.7.2008 kl. 19:27

4 Smámynd: Dísa Dóra

Til lukku með þetta.  Ég efast ekki um að þú átt eftir að verða ómissandi starfskraftur á nýja staðnum

Dísa Dóra, 21.7.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

það eru forréttindi að fá að vinna við það sem að manni finnst skemmtilegt. Það eru ekkert allir sem að njóta þeirra.

Til hamingju með nýju vinnuna þína skvís

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 21.7.2008 kl. 19:56

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með þessa ákvörðun,  gott að fylgja hjarta sínu, megi þér ganga allt í haginn. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 19:59

7 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Til lukku sæta sys

Sjáumst bráðlega

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 21.7.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband