Leita í fréttum mbl.is

Leiðindakvöldið okkar

Við byrjuðum leiðindakvöldið á að borða Taco, sem okkur öllum finnst gott.  Eitt af því góða við leiðindakvöldin er að það er sameiginlegur frágangur eftir matinn, enginn fer í fýlu yfir að 'þurfa' að hjálpa til Wink (spurning um að hafa leiðindakvöld á hverju kvöldi...Cool). 

Eftir það klæddum við okkur og fórum út.  Röltum á kaffihúsið og fengum okkur kaffi...eða við 'gömlu'á kaffihúsinu fengum okkur kaffi en krakkarnir fengu gos.  Sátum þar og áttum góða stund, ég sagði þeim sögur af Jóni Ingva og því sem hann sá (en aðrir ekki) þegar hann var yngri.  Jón Ingvi átti erfitt með að drekka maltið sitt, því hann hló svo mikið.  

á steininum stóraEftir kaffihússtoppið rötlum við áfram, niður á Akratorg þar sem krakkarnir príluðu upp á STÓRA steininn sem sjómaðurinn stendur á.  Sumir eru með þyngri rass en aðrir...svo þetta gekk misvel, en allir komust upp að lokum.

Svo röltum við niður að sjó, niður á gömlu Akraborgarbryggjuna og svo meðfram sjónum upp á Langasand.  Þar áttum við góða stund, áður en við röltum heim og flatmöguðum í stofunni.  

Þess má geta að eftir að hafa þambað malt og appelsín á kaffihúsinu þá þurftu drengirnir að gera nokkur pissustopp á leiðinni... 

Á leiðindakvöldi má ekki reka börn í svefn...svo foreldrarnir voru nær dauða en lífi af þreytu...en þetta fór allt vel.  Strákarnir hentust í sturtu seint og síðarmeir og svo í bælið, með bækur, blöð og liti.  Það var mikið spjallað, en allt í einu var allt HLJÓTT!!!  Og þeir steinsofnaðir...Einar líka...og ég alveg að leka út af, svo ég fór og lét Ólöfu Ósk vita (sem er komin á kaf í unglingabækurnar mínar...þið vitið; 'Viltu byrja með mér' eftir Andrés Indriðason...og allt það).  Hún sem sagt vann vökukeppnina...

Alveg hreint snilldarkvöld.  Einar sæti

Og nú er minn heittelskaði auðvitað farinn upp í lóð/hús.  Hann er að kafna úr gleði og hamingju,  kubbar og kubbar!! 

Við hin vitum ekki alveg hvað við eigum að bralla í dag.  Vildi að Norðfjörður væri aðeins nær...miklu nær...þá gæti ég kíkt í kaffi til mömmu eða systkina minna!!  En það er nú bara 1½ vika í það!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Greinilega frábært kvöld!! Gott að ykkur líður vel saman.

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 11:06

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Þau eru æði, þessi leiðindakvöld. Mæli eindregið með þeim! Og já, okkur líður vel saman, og það er svo yndislegt.

SigrúnSveitó, 22.7.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamlegt kvöld !

Alheimsljós til þín frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 13:11

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ god, hvað það hefur verið gaman. Reyndar var óvenju fjölmennt hjá okkur. Yngsti sonur (19) var í heimsókn og gladdi foreldra sína með nærveru sinni. Hann er á snúrunni bæði eiturlyf og vín og gengur vel, það er yndislegt að hafa hann. Kubbakveðjur á Einar

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 14:02

5 Smámynd: Hugarfluga

Þetta leiðindakvöld ykkar er svo mikil snilld! Og nafngiftin líka! hehe

Hugarfluga, 22.7.2007 kl. 19:39

6 identicon

Þið eruð svo mikil krútt-fjölskylda :-)  Dásamlegt kvöld hjá ykkur :))

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband