Leita í fréttum mbl.is

Jamm og já já

Jæja, gestirnir farnir.  Einar lagstur upp í rúm að glápa á handbolta (sem ég skil ekki...en það er líka allt í lagi, ég þarf ekki að skilja allt!!) og börin að dunda sér eitthvað.

Það var gaman að fá brósa og fjölskyldu í kaffi.  Ég veit ég hef sagt það áður, og ég segi það enn; ég elska að geta hitt familíuna svona.  Þurfti að flytja í burtu af landinu í alllangan tíma til að fatta hvað þetta eru mikil forréttindi.  
Jóhannes og Lilja Fanney náðu vel saman í lokin og dunduðu sér inni í herbergi og hlustuðu á "Dýrin í Hálsaskógi".  Mjög huggó.

Aðalsteinn gerði Jóni Ingva tilboð sem sá yngri gat ekki hafnað.  Hann bauð honum að koma með sér austur á Norðfjörð 21. febrúar.  Svo flýgur J.I. heim aftur á sunnudeginum 25. feb.  Jón Ingvi er strax mjög spenntur.  Ekki amalegt að vera boðið upp á svona ferðalag.  Svo verður þetta líka góð æfing fyrir Jón Ingva þar sem hann á svo að fljúga sjálfur til Danmerkur 10. mars.  Gott fyrir hann að byrja á styttri vegalengd.  

Jæja, ég ætla að taka aðeins til í eldhúsinu.  Brauðin brögðuðust mjög vel og vöktu töluverða lukku Tounge 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband