Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagur til algerrar sælu

Jón Ingvi svaf lengi í morgun, vaknaði ekki fyrr en 7.40, sem telst lengi á hans mælikvarða.  Hann og Ólöf Ósk hafa alltaf verið morgunhanar, ekki eins og Jóhannes sem finnst gott að sofa og kúra frameftir.

Ég skellti mér á fætur fyrir 9 og ákvað að baka, þar sem við erum að fá heimsókn.  Skellti í 3 brauð, döðlubrauð, kryddbrauð og bananabrauð.  Svo nú ilmar allt húsið.  Ekki amalegt.

Aðalsteinn bróðir, Salný og Lilja Fanney eru að koma.  Nú fer að styttast í að þau flytji austur, svo þá verður ekki morgunkaffi með þeim á sunnudögum Frown En ég gleðst fyrir þeirra hönd, sérstaklega þó fyrir hönd Aðalsteins því hann bara þrífst ekki í Reykjavík.  Mér fannst hann lýsa því vel hérna í fyrrasumar, hann kom í afmæli hjá okkur.  Með mig í huga sagði hann; "Sko, ef maður drekkur ekki, reykir ekki og borðar ekki sykur, þá getur maður nú alveg eins búið í Reykjavík!!"!!!  hehe... 

Jæja, ætla að spila einn Ólsen Ólsen við Jón Ingva áður en þau koma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband