Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Siggu-Báru-ömmu-fiskur

Ég er að elda ofan nefndan fiskrétt.  Held samt að hann hafi misheppnast...eða réttara sagt að hann sé öðruvísi en hann á að vera...og það getur skapað glundroða...!! hehe...

Þessi fiskur er svona:

Fisk að eigin vali er velt upp úr hveiti sem hefur verið kryddað með karrý, salti og pipar (ég setti reyndar fiskikrydd í staðinn fyrir salt...) og svo er þetta léttsteikt á pönnu.

Síðan er fiskurinn settur í eldfast mót og á pönnuna fer rjómi og soyasósa, látið malla og síðan helli ég blandi af hveitiblöndunni og vatni yfir til að þykkja þetta.  

Þessu er hellt yfir fiskinn, osti stráð yfir og svo inn í ofn meðan kartöflurnar sjóða.

Þetta er svaka góður fiskur.  Mæli með honum!!  Það má náttúrlega setja mjólk fyrir þá sem vilja ekki rjóma...mér finnst rjómi bara góður...og mikill rjómi mikið góður Tounge

--

Svo held ég að ég hiti mér sterkan og góðan kaffibolla þegar börnin eru farin að sofa svo ég geti haldið mér vakandi kannski til tíu eða svo...!!  Á m.a. von á símtali frá Dk...dönsk vinkona mín ætlar að hringa...gaman, gaman :)

Jæja, best að leggja á borð...!! 


Var að taka til!!

Sko, ég var að taka til hérna á blogginu!!  Komst að því þegar ég las bloggið hjá Gunnari bloggvini mínum að það var búið að breyta og bæta blog.is og hægt að færa til tengla og svona!!  Svo ég auðvitað dreif mig í að gera það sem mig hefur lengi langað til að gera; raða uppskriftunum mínum!!  Svo nú er regla á þessu, efst koma sykurlausu kökurnar, síðan brauð og bollur, svo smáréttir (mest fyrir börnin) og svo framvegis...og sykurbombur neðst!! 

Jamm.

Og hvað haldiði, ég fékk frí á föstudaginn svo ég er að fara á Höfðagleðina.  Sumu fólki virðist standa ógn af því að ég drekki ekki áfengi...og skilur ekkert í mér...og aðrir segjast munu lauma einhverju í kaffið hjá mér...!!  

Ég man hér áður fyrr þegar ég tók mig til að hætti að drekka kók, allir rosa ánægðir með mig; "Gott hjá þér, kók er líka svo óhollt"!!! En þegar ég hætti að drekka...þá var ég bara skrítin...leiðinleg og óttalegur félagsskítur!!! LoL  Já, svona er lífið stundum skrítið!

En nú er ég farin að sofa...!! 


Sveitin mín fríð!

Í þessu húsi ólst ég upp!!!

Ormsstaðir


Gleðilegan þriðjudag, elskurnar

Úff, ég er ekki morgunmanneskja, eins og ég hef áður sagt ykkur.  Og hvað þá ef ég hef verið á kvöldvakt...neibb! En framúr fer ég nú samt.  Og uppí aftur þegar ungarnir eru farnir í skólann ;) hehe...jamm.  Jóhannes skreið uppí með mér og horfði á Gunna og Felix meðan ég dormaði.  Svo fórum við á fætur.

--

Helga vinkona mín var að senda mér link á heimasíðuna sína.  Helga er að smíða skartgripi sem hún selur á góðu verði.  Ef ykkur langar að skoða þá getið þið gert það HÉR

--

Jæja, ég þvoði loksins kjólinn í dag...hef verið að draga það því ég er ekki handþvottaspecalist!  Kannski meira vegna þess að ég bara nenni því ekki.  Svo var ég smeik við að setja kjólinn á ullarprógramm í þvottavélina...of mikil vinna til að eyðileggja...og það af einskærri leti...!!  Nú liggur hann á stofugólfinu og þornar! Hlakka til að sjá hvernig hann kemur út.  Vona að ég verði ánægð með hann...!! 
Stelpurnar í vinnunni vilja endilega að ég verði í kjólnum á Höfða-gleðinni á föstudaginn...en ég er að vinna...sorrý!  (Er að reyna að fá frí...sjáum hvað setur.)

--

Húsið.  Gröfukarlinn kom loks í gær og lokaði drenlögnunum kringum húsið.  Svo nú er kominn jarðvegur upp að húsinu, þannig að við getum sýnt ömmu Einars húsið um helgina!!  Hún keyrði þarna framhjá um síðustu helgi og dauðlangaði inn.  Hún er svo stolt af Einari sínum - eins og ég hef áður sagt - og okkur langar svo að sýna henni húsið!  Það verður gaman.  

--

Að lokum þetta...:

stars

Eingetinn??

Jóna...finnst þér Jóhannes svona líkur mér eða Einari???

Ein mynd!

Af mér og dóttir minni, tekin í gær.  Restin fór inn á heimasíðu barnanna.

mor og datter Annars er ég að hugsa um að leggja mig aðeins...kvöldvakt í kvöld og vaktatörn framundan...

Later...! 


Bollu-uppskriftin á dönsku...

½ pk gær opløses i lidt over en ½ l vand koldt. En skefuld (stor) salt og honning el. sukker.

2/3  øko mel + 1/3 eller lidt mindre durum mel blandes til det er tykt som rigtig tyk havregrød.

Står i 5 eller 10 timer køligt ca 5° (om aftenen og klar næste morgen), klaskes ud på bagepapir og bages ved højeste grader i ovenen ca 10 min.

--- 

Jamm!  Svona var hún nákvæmlega! Þeir sem ekki skilja dönsku verða bara að skoða færsluna hér á undan!!

Fórum og sáum "Lík í óskilum" og fyrir minn smekk var þetta ALLTOF MIKIL vitleysa! Hló eitthvað en ekki mikið.  Einar hló ekki eins mikið og ég hafði vonast til...ELSKA að heyra hann hlæja, þessa elskuInLove

En núna...farin í bælið...Sleeping


Bara smá á sunnudegi

Ásdís, uppskriftin að bollunum kemur hér:

½ pk ger, hveiti (eða spelt, t.d. 2/3 fínt og 1/3 gróft), ein msk salt, hunang (eða sykur).

Hveiti, ger og salt blandað saman, hunangið leyst upp í pínu heitu vatni sem svo er sett út í kalt vatn, ca 1/2 ltr.  Þessu er helt yfir hveitiblönduna og blandað vel saman, þetta á að vera eins og þykkur hafragrautur.

Sett í ísskáp í 5-10 klst., t.d. að kvöld og tilbúið að morgni. Svo er deigið sett með matskeið á bökunarpappír og bakað við hæsta hita í ca 10 mín.

--

Vorum að koma heim, fórum til Rvk að sjá prinsessuna synda.  

Í gær vorum við í mat hjá tengdó hérna á Skaganum, góður matur og gaman.  

Svo ætlum við í leikhús í kvöld, bara við tvö.  Tengdamútta kemur úr Hafnarfirði til að passa ungana.  

Skrifa örugglega ekkert meir fyrr en á morgun...því núna er ég að fara að baka kryddbrauð...fasteignasalinn er sko með opið hús kl. 15...eins gott að einhver komi!!!

Knús... 


Gullmót KR

Ólöf Ósk er að keppa í sundi á Gullmóti KR um helgina.  Hún var að hringja og segja mér hvernig gekk í gær:

- 50 m flug: bætti sig um 18 sek.

- 50 m skrið: bætti sig um 11 sek. - vann riðilinn

- 50 m bak: bætti sig um 16 sek. - vann riðilinn

Hún er ekkert smá dugleg, þessi stelpuskotta Heart


Ég ákvað...

...að fela síðustu færslu...af tillitssemi við litla frændur mína sem skoða bloggið mitt :)

Lilja, ég kem skilaboðunum til Einars! Ef hann var ekki búin að sjá þau...!  Og takk.  Og já, endilega hringdu í mig :)

Nú er tiltekt og þrif mál málanna...fasteignasalinn er að koma á morgun með fólk til að skoða...

Annars ekkert sérstakt. Blogga meira síðar...ætla að fá mér morgunmat og kaffibolla...smá power fyrir tiltektina!!!

Knús... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband