Leita í fréttum mbl.is

Var að taka til!!

Sko, ég var að taka til hérna á blogginu!!  Komst að því þegar ég las bloggið hjá Gunnari bloggvini mínum að það var búið að breyta og bæta blog.is og hægt að færa til tengla og svona!!  Svo ég auðvitað dreif mig í að gera það sem mig hefur lengi langað til að gera; raða uppskriftunum mínum!!  Svo nú er regla á þessu, efst koma sykurlausu kökurnar, síðan brauð og bollur, svo smáréttir (mest fyrir börnin) og svo framvegis...og sykurbombur neðst!! 

Jamm.

Og hvað haldiði, ég fékk frí á föstudaginn svo ég er að fara á Höfðagleðina.  Sumu fólki virðist standa ógn af því að ég drekki ekki áfengi...og skilur ekkert í mér...og aðrir segjast munu lauma einhverju í kaffið hjá mér...!!  

Ég man hér áður fyrr þegar ég tók mig til að hætti að drekka kók, allir rosa ánægðir með mig; "Gott hjá þér, kók er líka svo óhollt"!!! En þegar ég hætti að drekka...þá var ég bara skrítin...leiðinleg og óttalegur félagsskítur!!! LoL  Já, svona er lífið stundum skrítið!

En nú er ég farin að sofa...!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ekki bara félagsskítur, það er líka alltaf verið að spyrja mann " ertu ólétt" ??

Linda litla, 20.2.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þekki þetta, en maður venst þessu sem betur fer, ég er sennilega orðin of gömul til að fólk spyrji mig hvort ég sé ófrísk

megir þú hafa fallegan dag í dag.

Bless í bili

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 07:18

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góðan daginn! Vonandi svafstu vel

Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 08:38

4 Smámynd: Dabban

já það er nú eiginlega bara fyndið hvað allir verða uppteknir af því ef maður er ekki að fá sér í glas... eins og maður verði gjörsamlega að drepa alla úr leiðindum í partýinu   ég fæ mér nú samt oft bjór þegar ég fer eitthvað svona út og ef ég geri það ekki þá kemur einmitt spurningin "ertu ólétt" eða "af hverju ertu ekki að drekka"

Komst einmitt að því að ég væri ólétt um miðjan desember og þá voru góð ráð dýr... búið að plana voðalegt party á laugardeginum, svo áramótin og allt það.. "já ég er á sýklalyfjum" haha ... kemur ekki mikið á óvart en það grunuðu það allir að ég væri ólétt..

jæja nóg blaður í mér 

eigðu góðan dag frænka

knús

Dabban, 20.2.2008 kl. 09:53

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Ó já, ég svaf vel. Bara of stutt...þufti að vakna 6.50...

Já, bakkus virðist vera dýrkaður víða.  En ekki á mínu heimili!! ;)

Knús...

SigrúnSveitó, 20.2.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að spara slóðina þína í uppskriftar listanum mínum sem ég er með í tölvunni minni. Ég læt þig vita hvernig það bragðast síðan.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 11:19

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn ljúfust, ég þarf að fara að fara að skoða þessa nýjustu tækni á blogginu okkar.  Eigðu góðan dag mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 12:59

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús inn í daginn

Guðrún Jóhannesdóttir, 20.2.2008 kl. 15:24

9 identicon

já þetta er merkilegt hvað fólki finnst þetta óþægilegt og lítur mann hornauga, en auðvitað skil ég að vissuleiti vel að fólki finnts óþægilegt að vera innan um edrú fólk.

jóna björg (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband