Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
16.1.2008 | 20:13
Gulrótar- og döðluterta
Hér kemur ein enn...vona að þið springið ekki... ;)
Gulrótar- og döðluterta
3 egg
1 dl kókosolía
400 gr döðlur
1 tsk vanilluduft
300 gr spelt
3 tsk lyftiduft
200 gr rifnar gulrætur
100 gr 70% súkkulaði
125 gr möndlur þurrristaðar og gróft saxaðar
Olía, egg og döðlur hrært vel saman í hrærivél.
Blandið þurrefnunum saman og og setið út í hrærivélarskálina ásamt gulrótum, súkkulaði og möndlum. Ekki hræra mikið!
Setjið í smurt form og bakið við 180°C í 45-55 mín.
Gulrótarsúkkulaði
100 gr rifnar gulrætur
1¼ dl kakó
¾ dl kókosolía
½ dl agave
½ tsk vanilla
Allt sett í skál, blandað vel og hellt yfir kökuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.1.2008 | 18:22
Jarðarberjaterta með súkkulaði
Svo náði ég í þessa uppskrift í gær og líst rosa vel á hana. Ætla að prófa hana fljótlega!!
Jarðaberjaterta með súkkulaði
200 gr möndlur
125 gr kókosflögur
330 gr döðlur
1 dl hreint kakó
salt og cayenne á hnífsoddi
Möndlur og kókosflögur sett í matvinnsluvél og malaði fínt, restinni bætt út í og blandað vel.
Deig sett í hringlaga form (ca 23 cm í þvermál) og þjappað vel.
Geymist best í frysti, en líka nokkra daga í kæli.
Fylling:
4 dl. Kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst. (verða 6 dl.)
1-1½ dl. Agavesíróp
1 tsk vanilla
1 kg frosin jarðarber
Blandið saman hnetum, vanillu og agave og hrærið til silkimjúkut, bætið þá jarðarberjum út í og blandið vel. Setjið fyllinguna á botninn og setjið í frysti í ½ klst eða í kæli í 1 klst.
Súkkulaðikrem
1 dl kakó
½ dl agave
1 dl kókosolía
Mýkið kókosolíuna og setjið í skál meða agave, og hrærið vel saman. Sigtið kakóið út í og hrærið vel saman. Hellið kreminu því næst yfir kökuna.
Fersk jarðarber til skrauts.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2008 | 18:16
Appelsínukaka
Fékk þessa köku um helgina og hún er geðveikt góð!!! Sérstaklega með þeyttum rjóma, sem gerir hana bara enn betri!!
Appelsínukaka
100g furuhnetur
100g kókosmjöl
250 - 300g döðlur
30 g hreint kakó
2 msk fínt rifið appelsínuhýði
Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Þjappið deiginu í hringlaga form (23cm þvermál). Eott er að hafa formið lausbotna eða setja bökunarpappír í botninn svo auðveldara sé að ná botninum úr. Gott er að að stinga botninum í frystinn þar til hann er orðinn harður. Geymist besti í kæli eða frysti.
Krem
300 g frosið mangó (hægt að nota hvaða frosna ávexti sem er)
1 dl agave sýróp
Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman.
Smurt á botninn og sett inn í frysti.
Skreytt með þunnum appelsínusneiðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 15:31
Fyrir og eftir
Þessi fyrri er tekin í jólaboðinu 5. janúar...
Í hvíta bolnum, tekin í gær. Þarf nú að fá Einar til að taka betri mynd...finnst birtan ekki nógu góð...en samt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.1.2008 | 09:45
Áður en ég rýk af stað...
...í klippingu og strípur ætla ég að segja þetta:
Erna, hér geturðu séð upplýsingar um prjónabókina. Ég keypti hana í Ævintýrakistunni, sem er verslun hérna á Akranesi sem selur ýmislegt, svo sem leikföng og hannyrðavörur, allskonar garn og prjónablöð (Lopablöðin, Prjónablaðið Ýr og fleira). Vona að þú finnir bókina.
Úrsúla, það hafa ýmsir séð eitthvað af Aðalsteini bró. í Jóni Ingva, svo þú ert ekkert galin...held ég ;) hehe...
Hugarfluga, takk, mér finnst þessi mynd einmitt ferlega flott, sérstaklega eftir að ég breytti litnum á henni...ferlega töff!
Fanney, takk! Gaman að heyra!
Svo bara þið allar, takk fyrir kommentin. Nr. 1, 2 og 3 fyrir mig er að treysta á Æðri Mátt, og með því að treysta á hann þá hef ég öðlast sjálfstraust sem hefur gert mér kleift að treysta á sjálfa mig líka. Sem er FRÁÁÁÁBÆRT!!
Meira í dag...og kannski mynd af nýja hausnum mínum líka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.1.2008 | 14:28
Jæja...
...þá er annasamri helgi lokið.
Þegar ég byrjaði í vinnunni minni s.l. sumar, aðeins 4 dögum eftir að ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur, var ég mjög græn og blaut á bakvið eyrun... Var (og er) langt frá því útlærð í hjúkrun, enda námið bara grunnur sem byggist ofan á svo lengi sem ég mun vera starfandi í faginu (sem verður vonandi þar til ég fer á eftirlaun...).
Mér fannst erfitt að standa kvöldvaktir og helgarvaktir og vera eini hjúkrunarfræðingurinn í húsinu, vera á bakvakt og almennt að eiga að vita eitthvað...ég var vön að vera nemi og spyrja spurninganna...núna var allt í einu farið að krefjast þess af mér að ÉG hefði einhver svör...úff...
Fyrir einhverja helgina hringdi ég í góða vinkonu mína og sagði henni frá ótta mínum við að upp kæmu OF erfiðar aðstæður, sem ég myndi ekkert ráða við...einhver fengi hjartastopp og ég þyrfti að bregðast við...einhver fengi slæma andnauð...og svona mætti lengi telja...ó mæ god...ég var skelfingu lostin.
Guðrún sagði góð orð við mig: "Þú verður að treysta því að Guð láti þig hafa verkefni sem þú ræður við".
Aha...já, rétt og satt.
Ég fór að einbeita mér að þessu, og hugaði með mér að þetta virkaði. Af fyrri reynslu veit ég það!
Og ég get skrifað undir að þetta er einmitt það sem hefur gerst. Verkefnin sem ég hef þurft að takast á við hafa þyngst smám saman. Hlutir sem ég var að takast á við um helgina voru sannarlega miklu erfiðari en það sem ég hef áður þurft að takast á við og ég er þakklát fyrir að hafa ekki þurft þess strax í byrjun! Ég get svo sem ekki sagt hvað ég hefði gert...eða hvernig ég hefði brugðist við...en það skiptir heldur ekki máli. Málið er að TREYSTA!!!!
---
Þetta var mál málanna í dag! Að lokum nokkrar myndir af minni fallegu fjölskyldu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.1.2008 | 13:25
Örnu-brauð
Hún Arna lumar á ýmsu.
Ætla að prófa þetta brauð:
500 gr. spelt
5 tsk. lyftiduft
500 gr. skyr (eða AB-mjólk)
Korn að eigin vali (eða ekki).
Bakað við 175°C í 45-60 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2008 | 19:18
Örnu-snakk
Helló!!
Til að ég týni ekki "uppskriftinni" eða öllu heldur hugmyndinni ætla ég að smella henni hér inn.
Arna sem vinnur með mér, var að segja mér frá góðu meðlæti með Doritos-snakki, og mér leist afar vel á hugmyndina:
Þetta er sett í eldfast mót: Kotasæla, Salsasósa og svo er smáttbrytjaður rauðlaukur og smátt söxuð gúrka stráð yfir. Sett í ísskáp í 2 tíma og SLAFRRRRRRRRR........!!!!!!!!!!
How about it?!!!
---
Annars er lítið sem ég get sagt ykkur. Var að vinna í gærkvöldi og kom heim rétt fyrir hálf eitt. Mikil gleði að hitta loksins ástina mína, en hann er búinn að vinna á næturnar þessa vikuna svo við höfum ekki haft mikinn séns á að spjalla. Svo við náttúrlega spjölluðum...og spjölluðum...
Enda skildi ég ekkert hvaða skrítna hljóð þetta var í morgun þegar klukkan hringdi...
Eitt af því sem við spjölluðum um var svo kallaður þurrkhjalli...tvær í vinnunni voru að segja mér frá þurrkhjalla, sem notaður er til að þurrka föt úti all year round!! Og mér leist svona líka glimrandi vel á hugmyndina!!! Snilldin ein.
Einar varð ekki eins upprifinn og ég...enda eru þvottamálin MITT mál!! Og ég er mjög sátt við það. Enda húsið okkar hannað kringum þvottahúsið MITT!!!
Sumt verð ég að fá að eiga út af fyrir mig
---
Jæja, ætla að leggjast fyrir framan imbann með gaurunum mínum þremur. Stelpuskottið okkar fór í afmæli í gær...gisting og stuð...og hún er ekki komin heim enn...ætlar að gista aftur í nótt!!! Langt afmæli það! Og greinilega gaman!
Knús á ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.1.2008 | 14:46
Dagurinn í dag
Fór á fætur með skólabörnunum og síðan skriðum við upp í aftur, ég og Jóhannes. Hann horfði á eina mynd meðan ég dottaði. Ekki hægt að sofna fast við hliðina á honum, því hann er alltaf að knúsa mig og kyssa, sem er bara yndislegast
Við fórum svo að versla og heim að borða hádegismat. Það nýjasta hjá strákunum er brauð með osti, tómatsósu og SS pylsum. Jón Ingvi vill helst danskt rúgbrauð - mørk maltet fra COOP - en hann var svo heppinn að Tinna vinkona mín sendi honum eitt stykki með jólagjöfunum!! Mikil sæla!
Hringdi í Lilju sys. Alltaf svo hressandi að heyra í henni, hún er ofur-virk og aldrei lognmolla kringum hana. Vorum að ræða væntanlega fermingu og það sem henni tengist.
--
Ég prjónaði hatt í gærkvöldi (þennan hvíta á myndinni), hann er núna í þvottavélinni í þæfingu...spennandi að sjá. Er reyndar búin að setja hann eina ferð í þvottavélina en hann þæfðist ekki nóg. Nú fékk hann lengri þvottatíma...svo við sjáum hvað gerist! Mjög spennó. Ég ætla reyndar að sleppa þessu gráa sem er á myndinni. Kann ekkert á þæfingarnál og eitthvað svoleiðis...
Svo er ég búin að finna peysuna sem mig langar að prjóna mér. Hún er hér (þarf að klikka á bls. 30-31), þessi bláa með hettunni (sem strákurinn er í, hún er til í barna- og fullorðinsstærðum). Ég ætla reyndar að prjóna hana úr lopa en er ekki búin að ákveða litinn. Mér finnst hún mjög flott, og er sérstaklega veik fyrir hettunni!!!
Hins vegar held ég að ég þurfi að fara að gera prufa varðandi þetta að prjóna uppí rúmi og hvað ég er alltaf stífluð í nefinu...kannski er ég stífluð af loparykinu...er að spá í að prófa að taka ofnæmispilly fjótlega...
Annars fann ég þokkalega fyrir ilmefnaofnæminu í nótt og morgun. Einar þvoði sér með sápunni sem Norðurál skaffar, eftir kvöldvaktina í gær. Venjulega er hann með Neutral sápu sem við kaupum sjálf...en hún var búin. Hann angaði langar leiðir...eða ég fann lyktina langar leiðir. Og í morgun meira að segja klæjaði mig...sem er nýtt. Það var verið að benda mér á að tala við ofnæmislækni þar sem þetta ilmefnaofnæmi mitt er að versna...kannski ég finni mér einn...vitiði um einhvern góðann???????
--
Jæja, ætla að gera eitthvað...já, kannski kíkja á þæfingarverkefnið mitt...
Knús&kossar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.1.2008 | 20:11
Afmælisbarn dagsins...
...er tveggja ára systurdóttir mín.
Litla krúttið í Borgarnesi: Sigþrúður Erlu&Siggadóttir.
Elsku frænka, vona að dagurinn hafi verið súpergóður. Hlakka til að sjá þig sem fyrst...kemst víst ekki í afmælið þitt um helgina. En fljótlega skjótumst við til ykkar.
Knús&kossar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 178696
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar