Leita í fréttum mbl.is

Jæja...

...þá er annasamri helgi lokið.

Þegar ég byrjaði í vinnunni minni s.l. sumar, aðeins 4 dögum eftir að ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur, var ég mjög græn og blaut á bakvið eyrun...  Var (og er) langt frá því útlærð í hjúkrun, enda námið bara grunnur sem byggist ofan á svo lengi sem ég mun vera starfandi í faginu (sem verður vonandi þar til ég fer á eftirlaun...).

Mér fannst erfitt að standa kvöldvaktir og helgarvaktir og vera eini hjúkrunarfræðingurinn í húsinu, vera á bakvakt og almennt að eiga að vita eitthvað...ég var vön að vera nemi og spyrja spurninganna...núna var allt í einu farið að krefjast þess af mér að ÉG hefði einhver svör...úff...

Fyrir einhverja helgina hringdi ég í góða vinkonu mína og sagði henni frá ótta mínum við að upp kæmu OF erfiðar aðstæður, sem ég myndi ekkert ráða við...einhver fengi hjartastopp og ég þyrfti að bregðast við...einhver fengi slæma andnauð...og svona mætti lengi telja...ó mæ god...ég var skelfingu lostin.

Guðrún sagði góð orð við mig: "Þú verður að treysta því að Guð láti þig hafa verkefni sem þú ræður við".  

Aha...já, rétt og satt.

Ég fór að einbeita mér að þessu, og hugaði með mér að þetta virkaði.  Af fyrri reynslu veit ég það!

Og ég get skrifað undir að þetta er einmitt það sem hefur gerst.  Verkefnin sem ég hef þurft að takast á við hafa þyngst smám saman.  Hlutir sem ég var að takast á við um helgina voru sannarlega miklu erfiðari en það sem ég hef áður þurft að takast á við og ég er þakklát fyrir að hafa ekki þurft þess strax í byrjun!  Ég get svo sem ekki sagt hvað ég hefði gert...eða hvernig ég hefði brugðist við...en það skiptir heldur ekki máli.  Málið er að TREYSTA!!!!  

---

Þetta var mál málanna í dag!  Að lokum nokkrar myndir af minni fallegu fjölskyldu:

 turtildúfur

Jóhannes sætisætar systur Jón Ingvi sæti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einmitt, treysta, það er málið þá ganga hlutirnir upp. Kærleikskveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sammála þér og Ásdísi, að treysta...

Maður veit aldrei hvernig maður hefði eða hvernig maður getur...bara að treysta á að hlutirnir reddist  þegar þeir þurfa að reddast

Knús og takk fyrir góðar kveðjur til mín

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.1.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 17:13

4 identicon

Þú ert svo óendanlega dugleg mín kæra!!  *knús*  :)

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 20:07

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Svo fyndið en mér finnst Jón Ingvi svo skemmtilega líkur Jóni Aðalsteini  Kannski er þetta vitleysa í mér, en það er einhver svipur sem minnir mig svo á hann!

Úrsúla Manda , 14.1.2008 kl. 21:34

6 identicon

Það er ekkert hægt ef maður treystir ekki á sjálfan sig.

 Sé engan mun á þér og hinum hjúkrunarfræðingunum í vinnunni, ég meina ekki hægt að sjá að þú sért nýútskrifuð en þær búnar að vera að vinna þarna í SLATTA  mörg ár.

Sjáumst !

Fanney

Fanney (vinnufélagi) (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Hugarfluga

Falleg börnin ykkar!! Ekki spurning. En myndin af ykkur tveimur er BARA töff! Geggjuð!

Hugarfluga, 14.1.2008 kl. 22:20

8 identicon

Fyrirgefðu ég þekki þig ekki neitt, en les alltaf bloggið þitt. Ég sá í einni færslunni hjá þér að þú talar um prjónabók með fult af uppskriftum af vetlingum og grifflum getur þú sagt mér hvað það blað heitir því ég hef verið að leita að svoleiðis en ekki fundið. með fyrirfram þakklæti Erna

Erna (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband