22.12.2006 | 23:43
Bökunardagur með meiru
Í dag hef ég eytt dágóðum tíma í eldhúsinu, bakaði "afakex" fyrir familíuna og fékk góða hjálp frá börnunum mínum við það. Þau stóðu sig ekki síður vel í að borða það þegar það kom úr ofninum. Jóhannes reyndar borðaði líka duglega af deiginu, þótti það hið mesta hnossæti.
Ég bakaði fleira, t.d. Kókos smákökur, uppskrift frá Sollu. Verð bara að láta uppskriftina fylgja, þær eru rosa góðar. Þrátt fyrir að ég hafi ekki fundið þessa kókosolíu í neinni búð hér að Skaganum og notaði þess vegna venjulega matarolíu. En hér kemur uppskriftin:
Kókos smákökur
50 g kókosolía, kaldpressuð (látið standa á borði yfir nótt svo hún sé mjúk)
125 g agave sýróp
150 g kókosmjöl
25 g kókosflögur
75 g gróft spelt
20 g hreint kakóduft
setjið kókosolíu & agave í hrærivél & hrærið í smástund. Bætið restinni af uppskriftinni útí & blandið vel saman. Hitið ofninn í 190C & setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Setjið deigið með teskeið á ofnplötuna & bakið í 10 mín.
Svo til að það verði nú örugglega jól hjá elsku manninum mínum þá bakaði ég "brúna", sem á að koma "hvítt" á. Svokölluð "brún með hvítu" eða "brúnterta með frosting" eins og hún hefði verið kölluð í minni sveit.
Ég á bara eftir að kaupa eina jólagjöf, og svo eitthvað fatakyns á Jóhannes...vesti eða eitthvað. Veit ekki hvað ég á að kaupa. En vonandi finn ég eitthvað á morgun (og vonandi gengur þetta ofsaveður yfir svo við komumst í höfuðborgina annað kvöld...).
Annars er lítið að frétta, ég er frekar þreytt eftir langan dag í búðarápi og eldhúsinu, en al-sæl með að hafa náð að gera eins mikið og raun ber vitni.
Ég er reyndar líka búin að setja saman jólatréð, sem ég fór og verslaði í dag. Stundum er gott að vera slóði og með allt á síðustu stundu (eða þar um bil) því jólatréð var á 50% afslætti! Ekki slæmt. Við semsagt ákváðum að skella okkur á gervitré í ár. Verð að játa að það getur ekki talist skemmtilegt að setja það saman...en það reddaðist með góðri hjálp frá elsta og yngsta afkvæminu.
Þegar ég fór í Krónuna í dag sá ég konu þar sem ég hef ekki séð lengi. Ég var aðeins augnablik að hugsa hvort ég ætti að gefa mig til kynna og áður en ég gat tekið ákvörðun þá braust út úr mér, hátt og skýrt; "Fía?!" Jú, þarna var komin Fía frænka og Baddi, maðurinn hennar. Ég man ekki eftir að hafa séð Badda áður. Ég var eiginlega búin að steingleyma að þau byggju hér á Skaganum, og þótti mjög gaman að rekast á þau. Fía var að sjálfsögðu búin að frétta af okkur hér. Hún bað mig endilega að kíkja á þau við tækifæri, sem ég ætla að gera. Mér hefur alltaf þótt voða vænt um Fíu.
Jæja, ég læt þetta duga í dag og við ykkur öll vel að lifa.
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hæ Sigrún og Co.
Jólakvedja "fra det danske land'".... Óskum ykkur gledilegra jóla og gott nýtt ár!! Hlakka til ad sjá thig brádlega!
Kvedja
Maja, Kenneth og strákarnir
Maja (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 07:31
takk, darling. Hlakka líka til að sjá ykkur.
Knús...
SigrúnSveitó, 24.12.2006 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.