Leita í fréttum mbl.is

Hlaup dagsins

Jæja, þá er ég búin að hlaupa í dag. Reyndar byrjuðum við á að fara í sunnudagaskólann í kirkjunni og það var mjög gaman. Skemmtilegt starf sem fer þar fram. Ég komst að því að Jóhannes kann Faðir vor´ið þó hann fari aldrei með það hér heima. Kannski ekkert skrítið að hann kunni það þar sem við förum með bænirnar á hverju kvöldi...

Ég verð að skrá hlaup dagsins hér inn, þetta verður hlaupadagbókin mín...heldur mér kannski við verkið.

Í dag var þetta svona:

Upphitun, röskleg ganga 1 hringur: 362 m

hlaup 1½ hringur: 543 m

röskleg ganga ½ hringur: 181 m

hlaup 1½ hringur: 543 m

"niðurhitun, röskleg ganga 1½ hringur: 181 m

Sem sagt jafn langt og í gær, eða 1810 metrar en í dag hljóp ég 1086 m. en í gær 724 m svo ég bætti við 362 m í dag og er bara nokkuð ánægð með mig áfram :)

Eldri sonur minn fer fram á að ég hlaupi alltaf í höllinni...það sé asnalegt að hlaupa úti því þá sjái ALLIR að maður sé í megrun...ég spurði hann hvort honum finndist ég þurfa að fara í megrun...ekki sagði hann...! Svo ég reyndi að útskýra fyrir honum að ég væri ekki að þessu til að megra mig heldur heilsunnar vegna...það sé hollt að hreyfa sig, gott fyrir hjartað og lungun og vöðvana og svo framvegis..! Jamm.

That´s life hjá mér í dag.

Góðan daginn, góðan dag,
Guð þér gefi, í dag góðan dag,
syngjum saman nú,
eitt lofgjörðarlag,
við lofum þig Drottinn Guð,
Halelúja.

Texti eftir sr. Birgi Ásgeirsson, sem var presturinn okkar í Danmörku, skírði m.a. Jón Ingva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband