Leita í fréttum mbl.is

Mánudagur

Jæja, þá er síðasta vinnuhelgin á Höfða að baki. Síðasta vaktin mín þar í kvöld og ég ætla að baka eina tertu á eftir. Tilraunastarfsemi í gangi.

Núna eru líka miklar pælingar í gangi hjá okkur varðandi fermingu prinsessunnar á bauninni, sem verður með vorinu. Einhverjum kann að þyka þetta "snemmar" pælingar, en við bjuggum nú í 9 ár í Danmörku...það skýrir kannski eitthvað...Wink

Gestalistinn er kominn hátt í 150 manns og örugglega ekki allir komnir á hann sem þar eiga að vera...!!

En það var alls ekki það sem ég ætlaði að blogga um...man bara ekki hvað ég ætlaði að segja...

Annað en hvað ég á frábæra tengdamömmu...þessi elska hringdi í síðustu viku og sagði; "Heyrðu elskan, á ég ekki að koma um helgina og gera fiskibollur handa ykkur?" Það var auðvitað þegið með þökkum og ég tók út fisk í fyrrakvöld og hún kom í gær og steikti 220 fiskibollur! TAKK, elskan mín Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Umm nú rifjast upp fyrir mér skemmtilegir dagar með mömmu í fiskibollugerð, aldrei steikt minna en 3-400 stk. í einu. Pabbi veiddi fiskinn og við unnum úr honum.  Kveðja á Skagann

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 13:03

2 identicon

ummmmmmmmmmmm kannski með lauk?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Tína

Úfffff hvað þetta hljómar vel. Ertu ekki til í að lána mér tengdamömmu þína og senda hana til mín sæta?

Til hamingju svo með tímamótin í þínu lífi. Alltaf gaman að takast á við ný hlutverk og ég veit fyrir víst að þú átt eftir að standa þig eins og sönn hetja.

Knús inn í daginn þinn sem endranær

Tína, 30.9.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband