13.8.2008 | 18:27
Matarblogg...
Ég hef lesið einhverjar athugasemdir þess efnis að ekki sé ráðlegt að lesa bloggið mitt þegar fólk er svangt...þannig að ég aðvara ykkur hér með: Farið og borðið, komið svo aftur
Ég ætla sem sagt að deila með ykkur hvað við ætlum að borða á eftir:
Bakaðar kartöflur með káli, papriku, gúrku, rifnum osti, sýrðum rjóma, steiktu beikon og steiktri skinku. Þetta er sjúklega gott, finnst okkur, en vorum bara búin að gleyma þessum mat. Ólöf Ósk kom með hugmyndina þegar hún kom heim frá Danmörku, og fannst langt síðan við höfðum haft þetta í matinn, sem er alveg rétt.
Í eftirrétt, jamm, við ætlum að hafa eftrirétt í kvöld, gerist ekki oft:
250 g þurrkaðir ávesxtir, t.d. sveskjur, þurrkuð epli eða blandaðir ávextir.
1 L vatn
2-3 msk sykur ég nota að sjálfsögðu AGAVE sýróp
6 msk maísenamjöl
1 dl kalt vatn
Aðferð: Leggið ávextina í bleyti í vatnið í 1/2 - 1 sólahring. Sjóðið með 1-2 msk af sykri þangað til hægt er að hræra ávextina í sundur.
Bragðið og bætið sykri í að vild.
Hrærið maísenamjöli út í köldu vatni. Jafnið grautin. Hrærið í á meðan og þangað til suðan kemur aftur upp. Sjóðið í 1-3 mín. Hellið grautnum í skál og stráið sykri yfir svo að ekki myndist skán. Borið fram volgt eða kalt með kaldri mjólk eða rjómablandi.
SLAFRRRR....
Svo ætla ég á kaffihús, södd og sæl, fá mér kaffilatte með vinnufélögum sem þangað vonandi mæta sem flestir!!!
Annars veit ég ekki hverju fleiru ég get logið að ykkur núna...er smá farin að telja niður þar til ég hætti í vinnunni...get samt ekki talið þar sem ég veit ekki hvenær ég get hætt...hlakka til, en það verður samt leiðinlegt að segja bless við vinnufélagana sem flestir eru alveg súper yndislegir En ég hlakka til að reyna fyrir mér á nýjum stað, þó hann sé ekki alveg nýr...
Meira síðar...KNÚÚÚS
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús til baka á þig
Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 21:17
OMG kona þú ert nú bara met sko. Matgæðingur sem þú ert.
Knús og klemm úr sveitinni.
JEG, 14.8.2008 kl. 00:43
Ég þurfti ekki að borða núna, klukkan er orðin svo margt og ég hef ekki lyst á mat á nóttunni. Þú er algjört æði yndið mitt. Hafðu það gott elskan
Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 01:26
Mmmmm eeeelska krappppbullur og þá sérstaklega svona bakaðar með gumsi í! Knús inn í daginn!
Hugarfluga, 14.8.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.